sunnudagur, 28. nóvember 2010

Fyrsti í aðventu

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Það þýðir að það er bara ekki svo langt til jóla. Jólaskapið mitt datt niður eftir að ég kom aftur hingað út til Álaborgar, eftir að hafa verið heima á Íslandi í tæpar þrjár vikur. En ég hef þó verið að hlusta á jólalögin síðustu daga á meðan ég bardúsa eitthvað hérna heima. Ég náði líka að kaupa fyrstu jólagjafirnar í vikunni, svo þetta fer örugglega allt að koma. Jólaskapið verður komið áður en ég veit af og jólaundirbúningurinn kominn á fullt. Ég er jafnvel að hugsa um að skreyta aðeins hérna á morgun. Ég þreíf svolítið í dag og bjó til kertaskreytingu. Ákvað að það yrði ekki neinn aðventukrans gerður þetta árið. En langaði þó að fá smá greni inn á heimilið svo ég skellti mér í það að gera skreytingu í dag.


Á þriðjudagsmorgunn var allt orðið hvítt þegar ég vaknaði. Það var svo ótrúlega gaman að fá snjóinn hingað. Og hann hefur ekki farið enn, það bætist bara meira við þar sem að það einmitt kingir niður snjó núna :) Það eru svo eitthvað notalegt að horfa út um gluggann og horfa á snjóinn falla niður. En það er líka ótrlúlega kalt úti og svolítil hálka sumstaðar. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður á þriðjudaginn þegar ég þarf að hjóla á námskeiðið. Ég er pínu smeik við að hjóla í snjó, en það er örugglega bara af því að maður er ekkert vanur því. Þeir eru nú samt dugleigir að salt hérna eins og sést á skónum okkar. En það er bara að fara varlega!

Svona leit garðurinn okkar út á þriðjudaginn :)

Eigið góða viku :o)