Námskeiðið gengur vel. Við erum á fullu í að gera okkur framtíðsplan, plan A, B og C. En það er allt í fínu hjá mér þar sem að ég ER KOMIN INN Í SKÓLA og byrja í febrúar :) þ.e. ef ég fæ námslán fyrir þessu öllu saman. Ég var sem sagt í viðtali í Tekstilhåndværkerskolen í dag, hann er staðsettur hérna í miðbænum. Þetta er einkarekinn skóli og þess vegna eru skólagjöld í skólann og þau eru frekar há. Og svo kemur efniskostnaður ofan í það líka. Gleði gleði! En vonandi er þetta þess virði og ég geti kallað mig klæðskera eftir rúm tvö ár :)
Skólinn hjá Erni gegnur held ég bara vel. Þeir (grúbban hans) eru búnir að skrifa verkefnið sem þeir hafa verið að vinna að alla önnina og eiga að skila núna 21. desember. Næsta vika mun að mér skilst fara í það að yfirfara og leiðrétta. Og svo eru prófin í janúar, þannig að jólafríið hjá honum mun að mestu fara í það að læra.
Um helgina ætla ég að hafa það huggulegt heima hjá mér og jólast. Vona að þið munið líka hugga ykkur aðeins ;o)
Kv. Tinnslan