Ég hlakka til þess að sauma eihverjar flíkur, núna þyrfti ég að fara að skissa og reyna að fá hugmyndir af eihverju sniðugu ;o)
En annars er voðalega fínt að vera komin í rútínu aftur. Þarf samt að venja mig aðeins við að hafa alltaf þriggja daga helgi því það er ekki kennt á föstudögum. En ég reyni nú samt að nýta tímann og vinna heima, eða fara í skólann og læra þar.
Á laugardaginn fyrir viku fórum við Hafdís á Loppumarkað, ætli það heiti ekki bara Flóamarkaður á íslensku? Allavega var fólk að selja gamalt, notað dót og sumir voru með handverkið sitt.
Ég keypti mér þennan ótrúlega flotta saumakassa. Ég er svo ánægð með hann!
Það voru tvær gamlar konur að selja svona kassa, ásamt öðru. Munstrið er handskorið og ótrúlega flott.
Hann opnast svona í báðar áttir. Fullt af plássi :o)
Keypti líka svona smákökudisk
Og svo gat ég ekki slept þessu flotta jólasveinapari.
Það var bara eitthvað svo heillandi við þau. Hún heldur á pakka fyrir aftan bak :o)
Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á Þorrablót hjá Íslendingafélaginu hérna í Álaborg. Ég hlakka ótrúlega til að fá hangikjöt og lambalæri, en ég er ekkert voðalega hrifin af súrmat. Get þó borðað nýja svínasultu og kannski eitthvað meira. En hangikjötið ætla ég að njóta að borða......og það mikið af því ;o)
Sniglabandið ætlar svo að leika fyrir dansi og verður það örugglega mikið stuð!
En núna ætla ég að hafa mig til svo ég geti farið að hjálpa Didda við að gera eftirrétt kvöldsins klárann.
Eigið góða helgi
Kv. Tinna Rut