Myndavelin hefur reyndar verið voðalega lítið á lofti og því hef ég ekki mikið af myndum til þess að sýna ykkur. Ég setti þó nokkar myndir inn á myndasíðuna mína. Kannski ég geti reynt að muna meira eftir myndavelinni.....en ég lofa engu ;o)
Skólinn gengur mjög vel. Ég er búin að sauma mér eitt pils, sem fær að vera á góðum stað í fataskápnum. Núna er ég að undirbúa það að sauma mér bol og svo fáum við verkefni á morgun sem felst í því að sauma pils og bol. Og svo eigum við að framleggja það fyrir framan allar stelpurnar í skólanum og skila inn möppu með vinnuteikningum og fleiru. Ég hlakka pínu til, ég er allavega komin með góða hugmynd af því sem ég ætla að gera. Annars er ég bara búin að vera að teikna snið í 1/4 og sauma saumaprufur.
Ernir er líka á fullu í skólanum. Ég veit samt í rauninni ekkert hvað hann er að gera, man ekki einu sinni um hvað verkefnið sem þeir eru að skrifa er um....eða hvað, kannski var það.....hummm það tengist allavega eitthvað bílum. Jebb svona mikið er ég inni í hlutunum hehe :o)
Núna er hann í vinnunni, en hann er aftur byrjaður að vinna um helgar á hótelinu.
Annars er voðalega lítið að frétta af okkur. Lífið þessa dagana snýst um skóla, ræktina og heimilisstörf. Svo það er nóg að gera.... :o)
Í gær ákvað ég að baka eitthvað til þess að hafa í nesti í skólann. Fannst það sniðugara heldur en að fara alltaf í bakaríið sem er beint á móti skólanum. Og útkoman varð þessi: "smá"kökur, pulsuhorn, pitsasúðar og skinkuhorn :o)
Ég vona að það muni ekki líða eins langur tími þangað til ég skrifa aftur. Og ég vona að þið hafið ekki gefist alveg upp á mér.... ;o)
Vona að þið hafið það sem allra best
Kveðja úr vorveðrinu í Álaborg