fimmtudagur, 7. apríl 2011

Alveg að koma sumar....

Tíminn flýgur áfram.... áður en ég veit af verður þessi skólaönn búin og ég komin heim til Íslands í sumarfrí.
Það styttist í sumarið hérna í Álaborg. Klukkan er allavega komin á sumartíma svo núna eru tveir klukkutímar á milli Íslands og Danmörk. Það er búið að vera ekta vorveður hérna undanfrarna daga. Um helgina á samt að vera voðalega ljúft veður, yfir 10°C og smá vindur (það er sko aldrei logn hérna í Álaborg).

Skólinn gengur mjög vel. Ég skilaði verkefninu mínu á þriðjudaginn síðasta, og er bara nokkuð sátt með það. Núna vorum við að byrja á buxunum svo næstu dagar fara í það að teikna upp allskonar buxur í kvartmálum og gera nokkrar saumaprufur. Hugurinn er kominn á fullt og ég ætla mér að sauma mikið meira en ég á nokkurntíman eftir að komast yfir. Það þarf svo lítið til þess að hugurinn fari af stað. Og það getur verið mjög hættulegt að fara inn í efnabúðir, því ef maður sér eitthvað flott efni er maður strax kominn með hugmynd um hvað maður gæti saumað úr því. Um daginn tókst mér að versla alveg helling af efnum á met tíma. Hef aldrei tekið svona margar ákvarðanir á svona stuttum tíma (enda þarf ég vanalega að hugsa vel og lengi um hlutina áður en ég ákveð eitthvað). Svo núna verð ég bara að vera dugleg og teikna snið og sauma..... Vona að ég nái allavega að gera eitthvað fyrir utan skólaverkefnin....

Annars er voðalega lítið að frétta. Ég hef ekki tekið neinar myndir, en kannski get ég bætt úr því um helgina í góða veðrinu. Annars finnst mér svolítið skrítið að hugsa til þess að það sé enþá vetur á Íslandi. Finnst það ekki alveg passa þegar það er komið vor hjá mér. En ég vona nú samt að góða veðrið fari líka að láta sjá sig hjá ykkur.....eða er það kannski komið til ykkar líka?

Hafið það sem allra best! :)

Kv. Tinnslan með rauða nebbann...