sunnudagur, 10. júní 2012

Kæra systir :o)

Takk fyrir að kommenta við hverja færslu sem ég skrifa. Það gleður mitt litla hjarta að einhver fari hérna inn og gefi sér tíma til að skrifa nokkur orð til mín ;o)

Af okkur er allt gott að frétta. Brjálað að gera í skólanum hjá mér og í vinnu/ skóla hjá Erni. Myndavelin hefur því miður verið lítið notuð síðust vikurnar. En vonandi bætist úr því ;o) 

Þessa dagana er ég á fullu í að sauma síðasta verkefnið á þessari önn. En það er kjóll með innbygðum brjóstahaldara. Er pínu eftirá og mun því eiga langa vinnudaga þessa vikuna. Skil eftir 9 daga og sýning eftir 11 og svo kemur langþrátt sumarfrí! :o)

Er búin að vera að festa blúndu á efnisstykkin min í dag, svo nú get ég farið að sauma þau saman. Hlakka til að sjá hver útkoman verður ;o)


Um daginn var karneval hérna í Álaborg. Við Ernir fórum á föstudagskvöldinu og sáum skrúðgönguna með þeim reyndu sem flakka a milli landa til þess að taka þátt í karnevölum. Á laugardeginum var svo aðal fylleríið þar sem að allir koma í búningum tengdum þema hvers árs og eru með í skrúðgöngunni. En við nenntum ekki að horfa á það og vorum því bara heima á læra á meðan :o)



 Við fórum líka í Legoland um daginn. Það var ótrúlega margt flott að sjá og skemmtilegir rússibanar. 
Áttum skemmtilegan og góðan dag þar :o) 
Alger munur að eiga svona góðan bíl og geta farið á milli landshluta ;o)

 


Hlakka til að sjá ykkur eftir ekki svo rosalega marga dag :o)