sunnudagur, 16. september 2012

Taka tvö

Ég er enn á lífi þrátt fyrir að lífið á þessari síðu sé ekki mikið. Ég hef hreinlega ekki haft mig í það að skirfa hérna inn þó svo að ég hugsi um það reglulega. En ég vona að það sé enþá einhverjir sem nenna að lít hérna við og vilja gefa mér annan sjéns :o)
Þessi önn verður samt mjög annasöm í skólanum. Núna er ég búin að vera að gera saumaprufur fyrir jakka og á morgun er ég að fara að byrja að gera munstur fyrir jakka sem ég á svo að sauma og skila eftir tvær vikur. Ég sé því fram á nokkra langa skóladaga. En ég ætla mér samt að reyna að standa mig í að skrifa hérna inn, þó svo að það verði ekki nema nokkrar línur í hvert skipti. Það væri því líka gott ef að ég fæ að vita svona annað slagið hvort það er einhver sem kíkir hingað inn ;o)

En lífið snýst að mestu um skólann þessa dagana. Þetta er þó búið að vera náttfatadagur í dag og erum við búin að sitja fyrir framan tölvurnar okkar í allan dag :o/ Það er sem betur fer (heilsunnar vegna) ekki oft sem að það gerist. En ég er búin að vera á fullu í að skoða föndursíðurnar sem ég er með vistaðar í tölvunni og er því búin að fá fullt af innblástri og hugmyndum í dag :o) Mig vantar bara meiri tíma til þess að koma þessu í framkvæmd. Það er líka svo erfitt að koma sér af stað í að gera eitthvað.... 

En í gærkveldi lærði ég brjóta fiðrildi í pappír og þá datt mér í hug að prófa að gera það í filt....

...og útkoman varð þessi :o)

Ég lærði líka að flétta band, svona einskonar reim eins og er í ýmsum fötum. En ég tók ekki mynd af því svo það verður að bíða betri tíma.
Ég vona að ég muni hafa smá tíma, eða geta gefið mér smá tíma til þess að föndra eitthvað smá svona inn á milli. En tíminn er bara svo rosalega fljótur að líða og áður en ég veit af verður örugglega kominn 15. nóvember. En það er dagurinn sem ég fæ prófverkefnið mitt. Reyni að hugsa sem minnst um það og tek einn dag í einu, eða réttara plana eina viku í einu. Og hugmyndin er sú að setja mér niður einn dag þar sem að ég skrifa hérna inn, þarf bara að finna út hvaða vikudagur hentar best....

Þangað til næst
Tinna