fimmtudagur, 20. desember 2012

Jólaskraut og ullarsokkar


Á þessu heimili hefur jólaskrautið fengið að gleðja okkur siðan 1. desember. Mér finnst svo huggulegt að hafa jólaskraut, það gerir aðeins meiri jólastemningu. 


Jólakrúttin min eru í miklu uppáhaldi :o)


Þó svo að snjórinn sé að mestu farinn, þá er enþá mjög kalt. Ég var svo heppin að mamma prjónaði þessa fínu ullarsokka fyrir mig. Nú verður mér allavega ekki kalt á tánum :o)

Við Ernir verðum hérna í Álaborg um jólin. Okkur fannst of stressandi að fara að ferðast heim þegar við erum bæði að vinna í lokaverkefnum. 
Erni gengur nokkuð vel með sitt verkefni. Hann fékk allavega að vita að hann mætti alveg njóta jólanna og slappa af. Mitt verkefni gengur aðeins hægar. Ég mun sitja og gera eitthvað yfir jólin. Jóladagarnir verða þó að mestu frí, smá broderí og teikningar verð ég þó að gera. Ég er svo sem ekkert orðin mjög stressuð yfir því að ná ekki að skila. En ég veit að núna verð ég að halda vel áfram. Það er bara svo margt sem að heillar meira en skólaverkefni.

En ætli það sé ekki best að drífa sig í skólann. Teikning af kjólamunstri er á dagskrá í dag. 
Ég vona að þið munið eiga yndisleg og gleðileg jól :o)
Kv. Tinna Rut