sunnudagur, 26. september 2010

Rólegheit...

Ég finn að haustið er komið. Það er orðið svo kalt úti, samt ekkert svo. Mér finnst eins og haustlitirnir eigi að fara að koma, en laufin eru rétt aðeins farin að gulna. Ég hef það líka á tilfinningunni að það eigi að fara að snjóa fljótlega. En ég efast stórlega um að það fari að gersast hérna í danaveldi þó svo að fjallatopparnir á Íslandi sé farnir að grána.
Í gær var mjög gott veður. Það var sól og hlítt, peysuveður sem var æði. Við Hafdís skelltum okkur í IKEA. Ég kom heim með nokkra hluti, þó ekki eins marga og ég bjóst við. Ég er örugglega sú lélegast í því að standast freistingar, enda sankast að mér allskonar hlutir....

Fann þetta efni í IKEA og gat bara ekki staðist það. Litríkt og flott munstur :o) Keypti mér líka lítið straubretti sem er sett á borð. Svo er krókur á því svo maður getur hengt það inn í skáp. Þeir eru svo sniðugir í IKEA ;o) Nokkur kerti í kertastjakann frá Köllu og muffinsform fengu líka að fljóta með heim. 

Í dag er ég búin að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið og í eldhúsinu. Teiknimynd og kökuskreytingar.


Prófaði að gera sykurmassa úr sykurpúðum í fyrstaskipti. Það gekk ekkert allt of vel. Var ekki eins viðráðanlegur og marsipanið sem ég er mun vanari að vinna með. En ætli þetta komi ekki allt með æfingunni eins og flest annað. Ég á allavega góðan klump af sykurmassa inn í ísskáp sem ég get æft mig með. Ég endaði samt á því að ná í súkkulaðið og sprauta því á. Hugmyndaflugið ákvað hins vegar að vera í fríi í dag svo útkoman varð ekkert voðalega frumleg. En fin nok svona af tilefnislausum ástæðum ;o)

miðvikudagur, 22. september 2010

Rigning og meiri rigning...

Litil skuggamynd af kisa sem ég kláraði fyrir nokkrum dögum. Kannski pínu jólaleg...? allavega pínu krúttleg :)

Dagarnir renna svolítið saman þegar maður er bara heima í litlu ibúðinni og reynir að finna sér eitthvað að gera. Ekki það að ég á ekkert í vandræðum með að finna mér eitthvað að gera hérna heima. En það virðist vera ótrúlega erfitt að koma sér af stað í að gera hlutina. Sófinn og tölvan virðast hafa ótrúlegt aðdáttarafl. Ég er þó að dunda mér við ýmsa handavinnu og saumavelin mun koma upp í dag :) Þá kannski verður hún uppivið í nokkra daga....
Atvinnuleitin gengur ekkert voðalega vel. Ég sæki um og bíð svo eftir svari sem ég mun að miklum líkindum ekki fá, allavega hefur það verðið svoleiðis hingað til. En það þýðir ekki að fást um það, heldur bara að halda leitinni áfram.

Haustið er komið hingað, það er að vísu löngu komið, en maður hefur fundið svo mikið fyrir því síðustu dagana. Það er orðið svo kallt og það er búið að rigna í viku eða meira. Þó ekki alveg stanslaust, en eitthvað á hverjum degi. Í gær ringdi ekkert en það á víst að byrja að rigna aftur á morgun. Ég ætla því að nota tækifærið og hjóla í búðina í dag. Ég nenni því aldrei ef það rignir, allavega ekki þegar það rignir svona mikið eins og hefur verið. Ég er orðin pínu þreytt á þessari rigningu, finnst þetta orðið gott í bili.

miðvikudagur, 15. september 2010

Stutt vika

Ég hef oft sagt að danir séu skríttnir. Ég held að ég haldi mig bara við þá kenningu. Þetta var frekar stutt vika, svona allavega miðað við það að vikunámskeiðið sem ég var á er búið. Og það bara miðvikudagur vúhú! Ég get nú ekki sagt að ég hafi grætt mikið af þessu námskeiði. Upplysíngarnar um nám voru ekki miklar og miðaðar við fólk sem hefur aðeins lokið við grunnskóla. Jú ég lærði aðeins af upplysíngunum um hvernig eigi að sækja um vinnu. 
En svo græddi ég annað námskeið. 5 vikur til þess að taka ákvörðun um það hvað mig langi að læra og finna út úr því. Byrjar 21. eða 25. október. Ég er ekkert yfir mig spennt frekar enn fyrri daginn. En er þó bjartsýnni með þetta námskeið heldur en það sem ég var að klára. Þó finnst mér þetta óþarflega langur tími.
En annars langar mig á allt öðruvísi námskeið. Langar á handavinnunámskeið. Langar bæði á broderi námskeið og að læra að knippla. Ég held að það sé ótrúlega gaman. En þessi námskeið kosta aðeins, en samt kannski ekkert mikið miðað við það að þau eru alveg fram í febrúar. Og þar af leiðandi þori ég ekki að skrá mig þar sem ég veit ekki hvort ég fái vinnu fljótlega og hvenar dags sú vinna verður. 
Ég hef því ákveðið að geyma knipplið aðeins og leika mér með bróderíið hérna heima. Verst að mér verður svo lítið úr verki :o/ Þarf alltaf svo mikið annað að gera þó svo ég viti stundum ekkert hvað það er.


Einn lítill grísli sem ég saumaði um daginn. Hann er eitthvað svo frjáls og glaður :)

laugardagur, 11. september 2010

Já ég ákvað að gera mér nýja síðu svo ég geti notað myndir í bloggin mín. Það var ekki alveg að virka hjá mér á hinni síðunni. Og svo var mig líka farið að langa að skipta um umhverfi hérna á netheimum.
Ég hef ákveðið, eins og heiti síðunnar gefur til kynna að skrifa um allt og ekki neitt á þessari síðu. Það gerist nefninlega ekkert allt of mikið í mínu daglega líf til þess að skifa um. Svo ég mun bara skrifa um allt sem mér dettur í hug. Og nú tala ég eins og ég ætli mér að vera rosalega dugleg að blogga. Ég skal reyna, en ég ætla samt ekki að lofa neinu. Ég vil nefninlega ekki brjóta loforð, mér finnst það ekkert gaman ;o)

Síðan ég kom út hef ég setið rosalega mikið í sófanum. Ég hef hinns vegar gert ýmislegt. Horft á sjónvarpið, saumað í og lesið bók. En ætli ég hafi samt ekki mest setið fyrir framan þessa blessuðu tölvu. Þar er Facebook mesti tímaþjófurinn og finnst mér það alltaf jafn ótrúlegt hvað maður getur hangið þar inni og gert bara alls ekki neitt. En nýjasta æðið mitt er samt að skoða handavinnublogg og blogg hjá fólki sem finnst gaman að innrétta heimili. Mér finnst það æði og ég er sko búin að sjá fullt af sniðugu! :)

Atvinnuleitin hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Ég hef sótt um á fullt af stöðum en það er fátt um svör. En ef ég fæ svar þá er það um það að einhver annar af þeim 270 manns sem sótti um hafi fengið stöðuna.
Ég fór á miðvikudaginn og skráði mig atvinnulausa (hefði kannski átt að vera búin að því fyr) og sótti um atvinnuleysisbætur. Og þá var ég skráð á viku námskeið, 5 tíma á dag, vegna þess að ég sagðist ekki alveg vita hvað mig langaði að læra. Byrjar á mánudaginn kl 09:00 takk fyrir pent! :o/ Já já þetta verður bara fínt, ég fæ þá hjólatúr á hverjum degi :) Og fæ kannski smá hjálp í þessari atvinnuleyt í leiðinni.

Ég hef sett inn myndir á myndasíðuna mína. En þið finnið tengil á hana hérna til hliðar. Ég hef verið annsi léleg í að taka myndi. Ég er eiginlega pínu fúl við sjálfa mig yfir því hvað ég tók lítið af myndum í sumar :( En ég átti frábært sumar og gerði ýmislegt skemmtilegt heima á Ísalndi. Eins og alltaf leið tíminn allt of fljótt og helmingurinn af því sem maður ætlaði sér að gera verður að bíða betri tíma. En svona er það bara!

Krúsídúllurnar mínar :)

Við pabbi og mamma fórum í smá ferðalag. Hérna erum við í kvöldgöngu á Laugum þar sem að við gistum eina nótt. 

Áfram hélt ferðalagið og var næsti áfangastaður Dimmuborgir. Við löbbuðum þar um og skoðuð ýmislegt. Keyrðum svo á Vopnafjörð, yfir Hellisheiði eystri og enduðum á Eskifirði þar sem við vorum yfir helgi.

Ég fór með Söndru og krökkunum í Árneshreppinn. Það er alltaf jafn gaman að koma þangað og endalaust fallegt. Við byrjuðum á því að fara í sund og fórum svo í fjöruna í Norðurfirði. Ísak Logi óð upp að hnjám og við Birgitta lékum við hundinn í Steinstúni. Sandra tók myndir og hló. Það er alltaf svo gaman hjá okkur ;o)

Ég skellti mér svo á ball með fullt af skemmtilegu fólki þar sem Geirmundur lék fyrir dansi. Hitti annað skemmtilegt fólk. Og skemmti mér rosalega vel. Eina myndin sem tekin var þetta kvöld er af foreldrum mínum á dansgólfinu. Þau eru yndi :o)

Læt þetta duga í bili
kv. Tinna Rut