Litil skuggamynd af kisa sem ég kláraði fyrir nokkrum dögum. Kannski pínu jólaleg...? allavega pínu krúttleg :)
Dagarnir renna svolítið saman þegar maður er bara heima í litlu ibúðinni og reynir að finna sér eitthvað að gera. Ekki það að ég á ekkert í vandræðum með að finna mér eitthvað að gera hérna heima. En það virðist vera ótrúlega erfitt að koma sér af stað í að gera hlutina. Sófinn og tölvan virðast hafa ótrúlegt aðdáttarafl. Ég er þó að dunda mér við ýmsa handavinnu og saumavelin mun koma upp í dag :) Þá kannski verður hún uppivið í nokkra daga....
Atvinnuleitin gengur ekkert voðalega vel. Ég sæki um og bíð svo eftir svari sem ég mun að miklum líkindum ekki fá, allavega hefur það verðið svoleiðis hingað til. En það þýðir ekki að fást um það, heldur bara að halda leitinni áfram.
Haustið er komið hingað, það er að vísu löngu komið, en maður hefur fundið svo mikið fyrir því síðustu dagana. Það er orðið svo kallt og það er búið að rigna í viku eða meira. Þó ekki alveg stanslaust, en eitthvað á hverjum degi. Í gær ringdi ekkert en það á víst að byrja að rigna aftur á morgun. Ég ætla því að nota tækifærið og hjóla í búðina í dag. Ég nenni því aldrei ef það rignir, allavega ekki þegar það rignir svona mikið eins og hefur verið. Ég er orðin pínu þreytt á þessari rigningu, finnst þetta orðið gott í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli