þriðjudagur, 24. apríl 2012

Lakkrís vs Karamella

Lakkrís- og karamellu muffins

Á sunnudaginn ákvað ég að láta undan þeirri löngun að baka. Stundum bara verð ég að fá að baka eitthvað. Það hefur svo góð áhrif ;o) Sérstaklega ef það heppnast vel! :o) Ég varð samt fyrir vonbrigðum með þessar með lakkrís. Það er eitthvað við lakkrísduftið sem mér finnst skrítið, svolítið sérstak og væmið. En þessar með karamellu voru mjög góðar :o) Á örugglega eftir að baka þá uppskrift aftur.

Starfsnámið gengur mjög vel. Ég er búin að fá að gera alveg helling og fá að fylgjast með þegar kúnnar koma og máta kjóla sem þarf að laga. Ég hef líka komist að því að í þessum bransa verða hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. En hraðinn kemur með æfingunni hef ég fengið að vita :o)

Ernir er líka sáttur í sinni vinnu. Hann hefur fengið nokkur verkefni sem hann á að vinna að næstu mánuðina. Hann er sem sagt að undirbúa verk sem á að framkvæma í sumar. Hann á að finna fólkið til þess að gera hlutina  og skipa fyrir. Ég held að það eigi bara nokkuð vel við hann þó svo að stundum finnist honum erfitt að þetta taki allt sinn tíma ;o)

Þangað til næst


sunnudagur, 15. apríl 2012

Uptade :)

Helgina fyrir páska komu Kalla og Gulli til okkar og voru hjá okkur í viku. Það var ýmislegt brallað á milli þess sem var slappað af. Það var farið í bíltúra, búðir, afmæli hjá Didda frænda og borðað fullt af góðum mat. Það var mjög góð tilbreyting frá hversdagsleikanum. Kærkomið frí/afslöppun frá skólanum. Við höfðum það mjög svo gott og værum við alveg til í fleiri heimsóknir frá fjölskyldu og vinum ;o)


Ég kláraði korselettið mitt á fimmtudaginn. Ég er svo ánægð að vera búin! Svo ánægð að hafa tekist það að klára  á næstum því réttum tíma (munaði einum degi) miðað við að ég byrjaði viku eftir að við fengum verkefnið.
Þetta munstraða er blúnda og innanvert við þær er dökk blátt skinn. Aftaná eru líka renningar með blúndu og skinni, enn allt annað er svart satin efni. Ótrúlegt enn satt er ég bara mjög sátt við samsetninguna hjá mér. Finnst þetta koma vel út :o)

Á morgun byrja ég í tveggja vikna starfsnámi. Ég er svolítið mikið stressuð fyrir því, en það hverfur vonandi fljótlega eftir að ég kem á staðin. Ég er að fara á litla saumastofu í Nörresundby (sem samvaksin við Álaborg). Saumastofan er staðsett heima hjá eigandanum, en hún er líka bara ein að vinna þarna. Hún gerir við föt fyrir fullt af búðum. Ég held að ég eigi meðal annars eftir að læra að stytta og leggja upp buxur. Það væri allavega mjög gott veganesti, þó svo að mér finnist það ekkert sérstaklega skemmtilegt! En hún er líka með samning við stóra brúðakjólabúð sem mér finnst mjög spennandi. Og brúðakjólatímabilið er að fara í fullt gang núna :o) Svo vonandi fæ ég aðeins að vera með í því. 

Ernir er líka að fara að byrja í sínu starfsnámi (eða vinnu), en hann verður í 6 mánuði. Ég held að hann sé mjög spenntur þó svo að stressið láti líka á sér kræla. En ég er viss um að það verði fljótt að hverfa. 
Það er því nóg að gera hjá okkur báðum og spennanndi vikur framundan :o)