Lakkrís- og karamellu muffins
Á sunnudaginn ákvað ég að láta undan þeirri löngun að baka. Stundum bara verð ég að fá að baka eitthvað. Það hefur svo góð áhrif ;o) Sérstaklega ef það heppnast vel! :o) Ég varð samt fyrir vonbrigðum með þessar með lakkrís. Það er eitthvað við lakkrísduftið sem mér finnst skrítið, svolítið sérstak og væmið. En þessar með karamellu voru mjög góðar :o) Á örugglega eftir að baka þá uppskrift aftur.
Starfsnámið gengur mjög vel. Ég er búin að fá að gera alveg helling og fá að fylgjast með þegar kúnnar koma og máta kjóla sem þarf að laga. Ég hef líka komist að því að í þessum bransa verða hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. En hraðinn kemur með æfingunni hef ég fengið að vita :o)
Ernir er líka sáttur í sinni vinnu. Hann hefur fengið nokkur verkefni sem hann á að vinna að næstu mánuðina. Hann er sem sagt að undirbúa verk sem á að framkvæma í sumar. Hann á að finna fólkið til þess að gera hlutina og skipa fyrir. Ég held að það eigi bara nokkuð vel við hann þó svo að stundum finnist honum erfitt að þetta taki allt sinn tíma ;o)
Þangað til næst