Ég kláraði korselettið mitt á fimmtudaginn. Ég er svo ánægð að vera búin! Svo ánægð að hafa tekist það að klára á næstum því réttum tíma (munaði einum degi) miðað við að ég byrjaði viku eftir að við fengum verkefnið.
Þetta munstraða er blúnda og innanvert við þær er dökk blátt skinn. Aftaná eru líka renningar með blúndu og skinni, enn allt annað er svart satin efni. Ótrúlegt enn satt er ég bara mjög sátt við samsetninguna hjá mér. Finnst þetta koma vel út :o)
Á morgun byrja ég í tveggja vikna starfsnámi. Ég er svolítið mikið stressuð fyrir því, en það hverfur vonandi fljótlega eftir að ég kem á staðin. Ég er að fara á litla saumastofu í Nörresundby (sem samvaksin við Álaborg). Saumastofan er staðsett heima hjá eigandanum, en hún er líka bara ein að vinna þarna. Hún gerir við föt fyrir fullt af búðum. Ég held að ég eigi meðal annars eftir að læra að stytta og leggja upp buxur. Það væri allavega mjög gott veganesti, þó svo að mér finnist það ekkert sérstaklega skemmtilegt! En hún er líka með samning við stóra brúðakjólabúð sem mér finnst mjög spennandi. Og brúðakjólatímabilið er að fara í fullt gang núna :o) Svo vonandi fæ ég aðeins að vera með í því.
Ernir er líka að fara að byrja í sínu starfsnámi (eða vinnu), en hann verður í 6 mánuði. Ég held að hann sé mjög spenntur þó svo að stressið láti líka á sér kræla. En ég er viss um að það verði fljótt að hverfa.
Það er því nóg að gera hjá okkur báðum og spennanndi vikur framundan :o)
1 ummæli:
Vá flott korselettið :) og já ég skildi vel skotið...nú verðum við að fara að vinna í þessu og ákveða tíma til að kíkja á ykkur :)
kv. Sandra
Skrifa ummæli