þriðjudagur, 15. maí 2012

Saltum Uldfestival og garðurinn minn

Á laugardaginn fór ég með Hafdísi til Saltum á ullarhátið. Þar var allt fullt af garni og öðrum ullarvörum ásamt tilheyrandi fylgihlutum. Svo leyndust aðrar vörur inn á milli í sölutjöldunum sem voru á staðnum. Mikið af freistingum sem erfitt var að standast. Ég stóðst þær margar en aðrar ekki..... Svona er þetta þegar maður heldur að maður getur gert allt þrátt fyrir að vera bara byrjandi í prjónaskapnum. Hugmyndirnar streyma inn en hendurnar fylgja engan vegin með, enda ekki mikill tími fyrir prjónana þessa dagana.

Garn, uppskrift, blúnda, tölur og skeið úr kúahorni voru þær freistingar sem ég stóðst ekki í þetta skiptið

Svona græjur langar mig að eignast í framtíðinni. Ohh það er svo yndislegt að sitja og vefa! Og ég efast ekki um að það sé gaman að geta spunnið sitt eigið garn líka :o)

Á sunnudaginn plantaði ég loksins blómunum mínum. Og svo keyptum við okkur þetta líka fína grill :o) Nú er garðurinn okkar aðeins sumarlegri og fínni ;o)

Á morgun er svo efnaleiðangur með skólanum. Spennandi að sjá hvort maður finnur eitthvað fínt ;o)

mánudagur, 7. maí 2012

Børglum klaustur og efnabúð

Fór í dag með skólanum að skoða Børglum kloster. Þar er meðal annars sýning af kjólum sem Anne Marie Helger á. Hún er leikkona og er þekkt fyrir að eiga mikið af mis furðulegum, en ótrúlega flottum kjólum sem hún hefur sjálf hannað. Ótrúlega gaman að sjá kjólana og maður getur alveg fengið innblástur frá þessari konu.

Þessi kjóll er meðal þeirra sem eru til sýnis. Ég gleymdi því miður myndavelinni minni og fékk því þessa mynd að láni frá stiften.dk (ég gogglaði bara nafinið hennar og þá koma fullt af myndum ef þið skylduð hafa áhuga á að skoða fleiri myndir af henni ).


Kaup dagsins í efnabúðinni sem við fórum í á leiðinni heim frá klaustrinu. Aðal málið var að kaupa brjóstahaldaraspangir til þess að nota í verkefnið. Allt hitt fékk bara að fljóta með í pokann ;o) 

Gat ekki staðist þennan frosk. Ótúlega krúttlegur með hjartað sitt! Hann hefur fengið pláss á hillunni minni :)

miðvikudagur, 2. maí 2012

Starfsnám og skóli

Eins og ég nefndi síðast þá gékk starfsnámið mjög vel. Ég fékk að gera alveg helling og það var sjaldan sem ég stóð og horfði á. Ég fékk t.d. að stytta og leggja upp buxur, þrengja föt, skipta um spangir í brjóstahaldara, sauma fyrir göt á fötum, leggja upp brúðakjól og spretta helling af saumum upp. Ég fékk líka að prófa tvær gerðir af iðnaðarvélum, sem mér fannst pínu spennandi.
Mér finnst ég hafa lært helling af því að vera þarna og er mjög sátt við að hafa valið þennan stað. Núna bíð ég bara og vona að hún hringi í mig og segjist vanta aðstoð. Það var svo gott að komast aðeins frá skólanum og vinna. Mig er pínu farið að hlakka til að útskrifast þó svo að mér finnist mjög gaman í skólanum.

Núna erum við að byrja á korselett með innbyggðum brjóstahaldara. Ég er enn að gera saumaprufurnar og svo fáum við verkefnið í endan af næstu viku. Það verður spennandi. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig kjól ég ætla að gera, hvort hann verði þröngur eða með útvíðu pilsi... Kemur allt í ljós þegar ég verð búin að fá að vita hver innblásturinn er :o) Er svolítið spennt að komast að því....