Á laugardaginn fór ég með Hafdísi til Saltum á ullarhátið. Þar var allt fullt af garni og öðrum ullarvörum ásamt tilheyrandi fylgihlutum. Svo leyndust aðrar vörur inn á milli í sölutjöldunum sem voru á staðnum. Mikið af freistingum sem erfitt var að standast. Ég stóðst þær margar en aðrar ekki..... Svona er þetta þegar maður heldur að maður getur gert allt þrátt fyrir að vera bara byrjandi í prjónaskapnum. Hugmyndirnar streyma inn en hendurnar fylgja engan vegin með, enda ekki mikill tími fyrir prjónana þessa dagana.
Garn, uppskrift, blúnda, tölur og skeið úr kúahorni voru þær freistingar sem ég stóðst ekki í þetta skiptið
Svona græjur langar mig að eignast í framtíðinni. Ohh það er svo yndislegt að sitja og vefa! Og ég efast ekki um að það sé gaman að geta spunnið sitt eigið garn líka :o)
Á sunnudaginn plantaði ég loksins blómunum mínum. Og svo keyptum við okkur þetta líka fína grill :o) Nú er garðurinn okkar aðeins sumarlegri og fínni ;o)
Á morgun er svo efnaleiðangur með skólanum. Spennandi að sjá hvort maður finnur eitthvað fínt ;o)
