Eins og ég nefndi síðast þá gékk starfsnámið mjög vel. Ég fékk að gera alveg helling og það var sjaldan sem ég stóð og horfði á. Ég fékk t.d. að stytta og leggja upp buxur, þrengja föt, skipta um spangir í brjóstahaldara, sauma fyrir göt á fötum, leggja upp brúðakjól og spretta helling af saumum upp. Ég fékk líka að prófa tvær gerðir af iðnaðarvélum, sem mér fannst pínu spennandi.
Mér finnst ég hafa lært helling af því að vera þarna og er mjög sátt við að hafa valið þennan stað. Núna bíð ég bara og vona að hún hringi í mig og segjist vanta aðstoð. Það var svo gott að komast aðeins frá skólanum og vinna. Mig er pínu farið að hlakka til að útskrifast þó svo að mér finnist mjög gaman í skólanum.
Núna erum við að byrja á korselett með innbyggðum brjóstahaldara. Ég er enn að gera saumaprufurnar og svo fáum við verkefnið í endan af næstu viku. Það verður spennandi. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig kjól ég ætla að gera, hvort hann verði þröngur eða með útvíðu pilsi... Kemur allt í ljós þegar ég verð búin að fá að vita hver innblásturinn er :o) Er svolítið spennt að komast að því....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli