Í síðustu viku lærðum við í skólanum að gera möppur frá grunni. Það var ótrúlega gaman og margir möguleikar. Ég gerði líka enn lítinn grænan myndaramma sem getur staðið á borði :o) Ég hafði ekki hugsað út í það áður en við byrjuðum að það væri hægt að nota sömu tækni í að gera annað en möppur.... Möppugerð er eitthvað sem höfðar alveg til mín og ég á pott þétt eftir að gera meira af þessu :o)
Mappan með uglunum er lítil (17x12,5 cm). Við áttum að byrja á að gera svona litla svo við myndum læra tæknina. Svo máttum við gera það sem við vildum eftir það. Ég valdi auðvitað að gera ekki það auðveldasta og skar út fiðrildi sem tók svolítið langan tíma að gera. En ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Finnst mappan bara ótrúlega flott :o) Hún passar undir A4 stærð.
Við erum svo byrjaðar að gera frakka/kápu eða hvað sem þetta á nú að kallast. Ég er búin að teikna upp sniðið af því sem ég ætla að gera. En þar sem að ég ákvað að gera svolítið öðruvísi ermar þarf ég að gera saumaprufu fyrst. Það var samt mín hugmynd því ég vil ekki taka áhættuna ef þetta virkar nú ekki alveg hjá okkur kennaranum mínum. Við eigum svo að skila 14.nóvember og daginn eftir fáum við prófverkefnið okkar. Ég er orðin ansi stressuð, bæði fyrir prófinu en aðalega af því að það er margt sem ég þarf að ná að gera áður en við förum í próf. En með góðri skipulagninu ætti þetta að ganga, sérstaklega ef maður vinnur eftir planinu.... ;o) Það er því nóg að gera hjá mér og þess vegna veit ég ekki alveg hvað ég mun gefa mér mikinn tíma í að skrifa hérna inn næstu mánuðina.
Parnuuna (kennari) kom með myndavelina sína og allt sem henni fylgir í skólann og tók myndir af okkur. Hérna er ég í jakkanum mínum. Pínu kjánaleg mynd, en það er samt eitthvað flott við hana þó ég segi sjálf frá. Næst ætla ég samt ekki að vera í bláum bol innan undir, það er ekkert sérstaklega flott. En það var víst bara það sem ég var í þennan daginn í skólanum... :o)
Vona að þið hafið það sem allra best
Kv. Tinna Rut



