þriðjudagur, 30. október 2012

Möppugerð og jakki


Í síðustu viku lærðum við í skólanum að gera möppur frá grunni. Það var ótrúlega gaman og margir möguleikar. Ég gerði líka enn lítinn grænan myndaramma sem getur staðið á borði :o) Ég hafði ekki hugsað út í það áður en við byrjuðum að það væri hægt að nota sömu tækni í að gera annað en möppur.... Möppugerð er eitthvað sem höfðar alveg til mín og ég á pott þétt eftir að gera meira af þessu :o)


Mappan með uglunum er lítil (17x12,5 cm). Við áttum að byrja á að gera svona litla svo við myndum læra tæknina. Svo máttum við gera það sem við vildum eftir það. Ég valdi auðvitað að gera ekki það auðveldasta og skar út fiðrildi sem tók svolítið langan tíma að gera. En ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Finnst mappan bara ótrúlega flott :o) Hún passar undir A4 stærð.

Við erum svo byrjaðar að gera frakka/kápu eða hvað sem þetta á nú að kallast. Ég er búin að teikna upp sniðið af því sem ég ætla að gera. En þar sem að ég ákvað að gera svolítið öðruvísi ermar þarf ég að gera saumaprufu fyrst. Það var samt mín hugmynd því ég vil ekki taka áhættuna ef þetta virkar nú ekki alveg hjá okkur kennaranum mínum. Við eigum svo að skila 14.nóvember og daginn eftir fáum við prófverkefnið okkar. Ég er orðin ansi stressuð, bæði fyrir prófinu en aðalega af því að það er margt sem ég þarf að ná að gera áður en við förum í próf. En með góðri skipulagninu ætti þetta að ganga, sérstaklega ef maður vinnur eftir planinu.... ;o) Það er því nóg að gera hjá mér og þess vegna veit ég ekki alveg hvað ég mun gefa mér mikinn tíma í að skrifa hérna inn næstu mánuðina.


Parnuuna (kennari) kom með myndavelina sína og allt sem henni fylgir í skólann og tók myndir af okkur. Hérna er ég í jakkanum mínum. Pínu kjánaleg mynd, en það er samt eitthvað flott við hana þó ég segi sjálf frá. Næst ætla ég samt ekki að vera í bláum bol innan undir, það er ekkert sérstaklega flott. En það var víst bara það sem ég var í þennan daginn í skólanum... :o)

Vona að þið hafið það sem allra best
Kv. Tinna Rut




mánudagur, 15. október 2012

Haustfrí

Þessa vikuna er haustfrí í skólanum. Ég tók nú samt að mér að hafa nemendalykilinn af skólanum því ég ætla mér að eyða fríinu í skólanum :o/ Það er fullt að gera, og þar sem að ég varð pínu eftirá er ég að reyna að vinna það upp. Þegar jakkinn var loksins tilbúinn varð ég veik og er enn að jafna mig á hálsbólgunni og hóstanum. Ernir er lika að vinna þessa vikuna og því hef ég í rauninni ekkert betra að gera en að vera í skólanum og reyna að gera eitthvað af viti. Einbeitingin er samt ekki sú besta, en vonandi lagast það. Finnst allavega miklu betra að vinna þegar stelpurnar eru ekki í skólanum....
Það voru teknar myndir af mér í jakkanum mínum og tveimur kjólum í skólanum á fimmtudaginn. Ég fæ þær vonandi í næstuviku og þá get ég kannski sýnt ykkur.
Annars er voðalega lítið að frétta, og þar af leiðandi hef ég ekkert að skrifa um í þetta skiptið :o/

Vona að þið hafið það sem allra best
Kv. Tinna

þriðjudagur, 2. október 2012

Langir dagar...

Uppsprettuhnífurinn minn var einn af mínum bestu vinum í síðustu viku. Þvílíkt bras með einn jakka! Þrátt fyrir að sitja frá morgni og langt fram á kvöld í skólanum að sauma dugði það ekki til þess að klára jakkann. En með aðstoð kennarans míns er þetta allt að hafast og ég sé fram á það að geta vonandi klárað hann á morgun :o)

Annar vasinn á jakkanum mínum. Blúnda, leður og bling bling 

Í síðustu viku var útsala í einni búð sem er eins og ein verslunarmiðstöð. 3 hæðir og þú getur keypt nánast allt þarna. Sumir voru virkilega að nýta sér tilboðin og það voru nokkrir sem voru á fullu að finna jólagjafir. Ég komst allavega í smá jólafíling sem var sem betur fer fljótur að fara aftur.
Ég ákvað að nýta mér tækifærið og keypti perlur á hálfvirði og prófaði að bræða þær í ofninum. Ein af föndurbloggurunum sem ég fylgist með gerði svona fyrir örugglega ári síðan og núna ákvað ég að láta verða af því að prófa sjálf. 

Útkoman var þessi litla skál :o)

Annars er allt fínt að frétta af okkur. Ernir er enn að vinna og finnst það frekar leiðinlegt að það er bara tvær og hálf vika eftir af starfsnáminu. Hann er í góðum gír þarna og langar helst ekkert að fara í skólann aftur. Ég berst áfram í stríði við sjálfa mig og veit að dagarnir fljúga áfram....