miðvikudagur, 28. nóvember 2012

Hvíld :)

Akkurat núna sit ég upp í sófa og læt líða úr löppunum mínum. Finn alveg ótrúlega mikið fyrir þreytu í þeim núna, enda einn spinningtími búinn í dag ásamt því að standa mikið í skólanum. Er svo búin að þvo þvott, elda og baka bananabrauð eftir að ég kom heim. Ég hef bakað svolítið af bananabrauði í haust/vetur og finnst það alveg rosalega gott. Ernir heldur því fram að ég kaupi banana bara til þess að láta þá standa á borðinu svo ég geti bakað úr þeim. Veit ekki alveg hvort að það er satt. Finnst það samt ekkert verra ;o)
Léttbylgjan er farin að hjóma hérna nánast alla daga með jólalögin. Ég er líka búin að finna danska jólastöð sem fær að hljóma í útvarpinu í skólanum. Tók smá tíma að sannfæra stelpurnar um að fá að stilla á jólalögin, en þær viðurkendu nú samt stuttu seinna að þetta væri góð tilbreyting. Svo núna syngjum við allar með jólalögunum. Það hjálpar aðeins við að komast í smá jólaskap, en það vantar enþá snjóinn. Það er samt verið að spá snjókomu um helgina. Verð að viðurkenna að ég hlakka pínu til :o) Samt langar mig ekkert að hjóla í hálkunni, en snjórinn tilheyrir jólunum og það mun því koma mér í mikið meira jólaskap að hafa hvíta jörð! 
Mig langar svo mikið meira að vera heima og baka smákökur en að vera í skólanum. Einbeitingin hefur kannski ekki verið sú allra besta þessa vikuna, En ég er samt komin vel á veg með jakkann minn. Á morgun verður langur skóladagur, alveg fram á kvöld. Ég vona að ég nái langt og að þetta muni ganga aðeins hraðar fyrir sig. Stundum finnst mér ég ekki komast neitt áfram.... :o/

Ég hef ekki tekið neinar myndir af kápunni minni. Ég á líka eftir að sauma nokkrar tölur í og sauma eitthvað smátterí í höndunum. En kannski ég get ég tekið myndir af henni fljótlega, lofa samt engu ;o)

Kv. Tinna

Engin ummæli: