þriðjudagur, 30. apríl 2013

Ísland

Síðustu tvær vikurnar hef ég verið á Íslandi. Ég á svo yndislega froreldra sem buðu mér í heimsókn heim til Íslands með viku fyrirvara. Sandra systir lét skíra yngstu dóttirina sem fæddist í endaðan janúar, pabbi átti afmæli og mamma var í fríi. Tímasetningin var því ansi góð og ég gat auðvitað ekki hafnað þessu tilboði. Ég sá Rakel Rós í fyrsta skipti, yndisleg og brosmild og bræddi frænku sína alveg. Eldri sistkyni hennar tvö hafa stækkað töluvert og ég finn það svo vel í hvert skipti sem ég sé þau, hvað tíminn líður hratt! :o/


Ég náði ekkert að skrifa hér inn áður en ég fór, enda var margt sem þurfti að gera á þessari viku. Ég saumaði td. þennan kjól á Rakel Rós og gaf henni í skírnargjöf. Ég kláraði að perla það sem ég var byrjuð á og tók upp heklunálina og byrjaði á teppi (sem ég var reyndar fljót að leggja til hliðar aftur). En meira um það seinna.

Það er alltaf jafn gaman að koma heim til Íslands og hitta fjölskylduna og vini. En því miður náði ég ekki að hitta næstum því alla sem mig langaði að hitta og sumum náði ég bara rétt aðeins að heilsa. En maður verður víst bara að taka því, kannski ég fari að plana svona allt betur fyrir næstu heimsókn ;o) Ég náði þó að gera heilmargt og naut þess að vera heima á Hólmavík í afslöppun :o)

Ég fékk að æfa mig í að skrifa með súkkulaði. Hafði ekki gert það í nokkur ár og sé að ég þarf að æfa mig betur til þess að ná betri stjórn á þessu. 

Við mamma gerðum kleinur. Mmmm....nýbakaðar kleinur eru eitt það besta sem maður fær!

Ég komst líka loksinns í fjárhúsin og hitta kindina mína. Hún er nú annsi stigg, enda er enginn sem kemur til þess að klappa henni. Ég náði ekki almennilegri mynd af henni svo ég læt bara þessa í staðin :o)
Mér finnst yndislegt að fara í fjárhúsin. Finna lyktina, klappa kindunum, hjálpa til við að gefa og fylgjast með kindunum. Heyra háfaðann sem kemur þegar er opnað inn í hlöðu og þögnina á eftir þegar allar hafa þær fengið að borða. Ohh hvað ég vildi að ég kæmist í sauðburð....

Það var margt annað brallað á klakanum og margt sem verður að bíða betri tíma. Ég fékk fullt af góðum íslenskum mat sem er alltaf  á óskalistanum þegar ég kem heim. Fytjaði upp á peysu og fékk smá prjónakennslu og svo var stjanað við mig eins og fólkinu mínu einu er lagið ;o)

Mikið óskaplega hlakka ég til að koma aftur heim! 
Takk kærlega fyrir mig :o)

þriðjudagur, 2. apríl 2013

Hama perlur

Rétt fyri páska uppgötvaði ég perlur og perluplötur aftur. Hef ekki leikið mér með svoleiðis síðan ég var krakki. Þetta er núna nýja æðið mitt :o) Ég er búin að dunda mér við að perla yfir páskana og finnst það svo huggulegt. Ernir gerir bara grín af mér og spyr hvað ég sé eiginlega gömul. En mér finnst þetta bara mikið betra en td. að hanga fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna heilu og hálfu dagana.


Það eru til þrjár stærðir af Hama perlum, mini, midi og maxi perlur. Midi perlur eru þær sem eru mest þektar og eru til á mörgum barnaheimilum og leikskólum. Maxi eru stórar og eru fyrir minnstu börnin og svo koma mini perlurnar sem eru ætlaðar fyrir 10 ára og eldri. 
Ég byrjaði að perla með midi perlunum (nedsta myndin til hægri), en ég varð líka að prófa mini perlurnar. Þær eru svo litlar og fínar. Þær krefja aðeins meira en hinar perlurnar og mér finnst það ótrúlega gaman. Eggin tvö á myndinni efst til hægri eru perluð eftir sama munstrinu. Stærra er með midi perlum og hitt með mini. Þetta er svo títuprjónn þarna við hliðina á, svona til þess að sjá stærðina betur. Fjólublái hundurinn er  gerður með mini perlum. 
Ég á pott þétt eftir að dunda mér við að perla meira á næstu vikum. Þetta er lúmst gaman :o) Ég er samt líka farin að huga að því að það sé kominn tími á að taka saumavelina upp og sauma eitthvað. Ég á líka prjónaverkefni ofan í poka sem þarf að klára en mig langar líka að taka heklunálina fram og athuga hvort ég muni hvernig á að hekla. Það er svo allt of margt sem mig langar að gera þessa dagana og helst langar mig að gera allt á sama tíma.... En ef ég hætti að horfa út í loftið (sem ég geri allt of mikið af), þá ætti ég nú alveg að ná að gera mikið af þessu á næstu mánuðum ;o) Sjáum til hvað verður....

Eigið góðan dag 
Kv. Tinna Rut