Það eru til þrjár stærðir af Hama perlum, mini, midi og maxi perlur. Midi perlur eru þær sem eru mest þektar og eru til á mörgum barnaheimilum og leikskólum. Maxi eru stórar og eru fyrir minnstu börnin og svo koma mini perlurnar sem eru ætlaðar fyrir 10 ára og eldri.
Ég byrjaði að perla með midi perlunum (nedsta myndin til hægri), en ég varð líka að prófa mini perlurnar. Þær eru svo litlar og fínar. Þær krefja aðeins meira en hinar perlurnar og mér finnst það ótrúlega gaman. Eggin tvö á myndinni efst til hægri eru perluð eftir sama munstrinu. Stærra er með midi perlum og hitt með mini. Þetta er svo títuprjónn þarna við hliðina á, svona til þess að sjá stærðina betur. Fjólublái hundurinn er gerður með mini perlum.
Ég á pott þétt eftir að dunda mér við að perla meira á næstu vikum. Þetta er lúmst gaman :o) Ég er samt líka farin að huga að því að það sé kominn tími á að taka saumavelina upp og sauma eitthvað. Ég á líka prjónaverkefni ofan í poka sem þarf að klára en mig langar líka að taka heklunálina fram og athuga hvort ég muni hvernig á að hekla. Það er svo allt of margt sem mig langar að gera þessa dagana og helst langar mig að gera allt á sama tíma.... En ef ég hætti að horfa út í loftið (sem ég geri allt of mikið af), þá ætti ég nú alveg að ná að gera mikið af þessu á næstu mánuðum ;o) Sjáum til hvað verður....
Eigið góðan dag
Kv. Tinna Rut

Engin ummæli:
Skrifa ummæli