fimmtudagur, 21. október 2010

Kuldi og jólaskap

Það er orðið ótrúlega kalt úti. Samkvæmt veðurstofunni eru 4,4 gráður hérna í Álaborg. Birrrr.... :ol Ég held að það verði ekki langt þangað til að ég taki fram úlpuna mína. Og ég verð eiginlega að viðurkenna að mig hlakkar barasta pínulítið til að fara að nota hana aftur :o) Ég er líka farin að fá það á tilfinninguna að það eigi að vera snjór úti. Og stundum verð ég frekar svekt þegar ég kíki út og sé rigningu í staðin fyrir snjó. Mér finnst ekkert gaman af rigningu...

Ég er komin í svolítið jólaskap. Er aðeins farin að huga að jólagjöfum og jólunum sjálfum. Búðirnar eru líka að byrja að setja upp jólaskraut í hillurnar og ég má hafa mig alla við að freistast ekki til þess að kaupa það. Ég er svolítið veik fyrir jólaskrauti og langar i svo margt. Ég er búin að kaupa tvö jólaskraut í þessum mánuði, en ætli fleira bætist ekki við þegar nær dregur jólum og jólaskapið hellist algjörlega yfir mann. Hlakka til :o)

Í vikunni fékk ég bréf með póstinum. Á mánudaginn á ég að byrja á fimm vikna námskeiði. Það á eitthvað að hjálpa mér við að finna út hvað mig langar að læra og hjálpa mér af stað í atvinnuleit og eitthvað þvítengt, ef ég skilti þetta rétt. Ég er samt eiginlega búin að ákveða að sækja um í einum skóla hérna næsta haust. Á bara eftir að útvega mér umsóknarblaðið og rippa þessu af. Það einhvernvegin gerist stundum ótrúlega lítið þó svo að ég ætli mér margt.
En það verður fínt að fá smá rútinu og hafa eitthvað sem kemur manni upp úr rúminu á morgnanna. Það getur stundum verið erfitt.... Ég held að þetta verði bara fínt, ég reyni allavega að vera ekki of svartsýn á þetta.

Smá haust skreytingu í kertastjakann  

fimmtudagur, 14. október 2010

Undanfarnir dagar...

Svona héldum við upp á 10.10.10 :)

Á laugardaginn fórum við á Velkomstball hjá íslendingafélaginu. Það var fullt af fólki, en fáir sem við þekkjum. Enda þekkjum við ekki svo marga íslendinga hérna. Þetta var samt fínasta skemmtun :o)

Ég fór í vikunni í frysta skipti í sund hérna í Álaborg. Ég fór með Ninu og Bylgju. Það var ótrúlega gaman og ég er alveg viss um að ég eigi eftir að fara aftur fljótlega þó svo að það vanti alveg Heitan pott. Það er samt heitur pottur þarna inn í svona afslöppunarsvæði sem er bannað innan 18 ára aldurs. Hann er samt ekkert allt of heitur, en það gerir ekkert til. Það voru líka fjórar mismunandi sánur og heitur pottur úti. En hann var nú samt bara 28 gráður þegar við vorum þarna. Það var samt notalegt að komast í sund :)

Í gær fórum við Ernir og Hafdís í seinnipartsferð í Ikea. Það var æði hvað það var lítið af fólki þarna. Við vorum að koma þangað svona um kl 18, löbbuðum efrihæðina og fengum okkur svo kvöldmat á veitingastaðnum. Ég fékk mér kjötbollur sem voru ótrúlega góðar. Ég var/er alvarlega að hugsa um að mæta næst með dollu af rabbarbarasultu, svona til þessa að fullkomna máltíðina ;o) hihi. Haldið þið ekki að ég tæki mig vel út með dolluna? Ég fékk smat að vita að ég fengi að sitja ein ef ég léti verða af þessu. hihi :) Ég sakna svona heimilismats....islenskan mats mmmmm bjúgu, slátur, kjötfarsbollur. Ég fæ bara vatn í munninn....

Þetta er eitt af því sem kom með heim frá Ikea :)



Vona að þið hafið það gott :o)


miðvikudagur, 6. október 2010

Mufffins æði


Nokkrar möffinskökur urðu til i dag. Það ríkir eitthvað muffins æði á þessu heimili. Það er lika svo gaman að baka þessar litlu kökur :o)

Á sunnudaginn siðasta fórum við Hafdis í Stof og stíl (búð sem selur efni). Ég fékk mail um að það ætti að vera svona sýnikensla, eða eitthvað þess háttar. En ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið merkilegt. Við allavega lærðum ekkert nýtt. En eyddum helling af tíma inn í búðinni að skoða efni og spá í hlutunum. Ég kom heim með smá í safnið mitt, sem stækkar óðum. Ég fór nefninlega aftur í dag og auðvitað kom ég heim með nokkra efnisbúta. Svo núna verð ég að fara að gera eitthvað úr þessu!
Finnst samt alltaf jafn undarlegt hvað ég get eytt miklum tíma inn í svona búðum. Mér finnst það æði þegar ég hef nógan tíma til þess að labba um, fram og til baka og skoða öll efnin . Spá í hvað ég gæti saumað úr þeim og föndrað. Hugmyndir fæðast og gleymast aftur, en poppa svo oft upp aftur seinna. Freistingarnar eru ansi miklar, stundum tekst mér nú samt að standast þær en ekki í dag. Eða hvað?
 

mánudagur, 4. október 2010

Genbrug

Við Hafdís skelltum okkur í genbrugs búða leiðangur á föstudaginn. Það eru svona búðir með notað dót eins og rauðakrossbúðir og góði hirðirinn. Það var svolítið gaman að koma inn í þessar búðir og sjá hvað er í boði. Það er samt allraf pínu spes lykt inn í svona búðum. Ekkert sérstaklega góð, en þolanleg svona rétt á meðan maður er þarna inni.

Ég fan mér nokkrar gamlar skeiðar og salatgaffal í einni búðinni. Það eru flott munstur á þeim, þó ekki það sama á öllum. Enda er ekkert sem segir að þær þurfi að vera alveg eins. Stærsta skeiðin er samt svolítið svört. Ég er búin að reyna að þrífa hana en ég held að þetta sé fast, en það gerir svo sem ekki mikið til. 10 krónur danskar fyrir þessi fínheit. Mér finnst það nú ekki mikið :o)