mánudagur, 4. október 2010
Genbrug
Við Hafdís skelltum okkur í genbrugs búða leiðangur á föstudaginn. Það eru svona búðir með notað dót eins og rauðakrossbúðir og góði hirðirinn. Það var svolítið gaman að koma inn í þessar búðir og sjá hvað er í boði. Það er samt allraf pínu spes lykt inn í svona búðum. Ekkert sérstaklega góð, en þolanleg svona rétt á meðan maður er þarna inni.
Ég fan mér nokkrar gamlar skeiðar og salatgaffal í einni búðinni. Það eru flott munstur á þeim, þó ekki það sama á öllum. Enda er ekkert sem segir að þær þurfi að vera alveg eins. Stærsta skeiðin er samt svolítið svört. Ég er búin að reyna að þrífa hana en ég held að þetta sé fast, en það gerir svo sem ekki mikið til. 10 krónur danskar fyrir þessi fínheit. Mér finnst það nú ekki mikið :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
asskoti fínar skeiðar! :) alveg sammála með lyktina - svona kolaports/gamalt félagsheimili lykt. frekar spes. :)
Karen
Skrifa ummæli