miðvikudagur, 6. október 2010

Mufffins æði


Nokkrar möffinskökur urðu til i dag. Það ríkir eitthvað muffins æði á þessu heimili. Það er lika svo gaman að baka þessar litlu kökur :o)

Á sunnudaginn siðasta fórum við Hafdis í Stof og stíl (búð sem selur efni). Ég fékk mail um að það ætti að vera svona sýnikensla, eða eitthvað þess háttar. En ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið merkilegt. Við allavega lærðum ekkert nýtt. En eyddum helling af tíma inn í búðinni að skoða efni og spá í hlutunum. Ég kom heim með smá í safnið mitt, sem stækkar óðum. Ég fór nefninlega aftur í dag og auðvitað kom ég heim með nokkra efnisbúta. Svo núna verð ég að fara að gera eitthvað úr þessu!
Finnst samt alltaf jafn undarlegt hvað ég get eytt miklum tíma inn í svona búðum. Mér finnst það æði þegar ég hef nógan tíma til þess að labba um, fram og til baka og skoða öll efnin . Spá í hvað ég gæti saumað úr þeim og föndrað. Hugmyndir fæðast og gleymast aftur, en poppa svo oft upp aftur seinna. Freistingarnar eru ansi miklar, stundum tekst mér nú samt að standast þær en ekki í dag. Eða hvað?
 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að kíkja á síðuna þína Tinna mín :)
vonandi hafið þið það gott
kv jóhanna bass

Hafdís Ýr sagði...

Hva ertu alltaf þarna út í city syd?? og hvenær á eigninlega að bjóða mér í möffins...aldrei fæ ég neitt af þessu sem þú ert alltaf að baka :P