Ég veit að það er meira en tveir mánuður síðan ég skrifaði hérna inn og flestir eru hættir að nenna að kíkja hingað inn. En ég ákvað samt að láta aðeins vita af mér.
Aprílmánuður var mjög góður. Æðislegt veður og maður komst sko í sumarfíling.
Við nutum þess að læra úti
Fórum í dýragarðinn á föstudaginn langa í æðislega góðu veðri. Páskarnir voru með þeim heitustu í Dk síðustu 10 ár, enda var geggjað veður allann tímann og maður naut þess að vera úti.
Maímánuður var hins vegar kaldur og leiðinlegur, það ringdi líka mikið. Ég var á fullu í skólanum. Fékk verkefni sem fólskt í því að sauma buxur og bol/peysu og gera möppu með tilheyrandi teikningum. Við áttum að velja okkur eitthvað hobby sem innblástur. Ég valdi mér vefnað (að vefa) sem tók aðeins lengri tíma heldur en ég ætlaði mér þar sem að bakið á peysunni minni var með leiðindi.
Ég þurfti að sauma þetta fast því annar hékk þetta bara laust niður. Ekki alveg það sem ég ætlaði mér, en þetta tókst á endanum.
Við fórum að sjá karnevalið hérna í Álaborg. Það var frekar kalt og svo byrjaði að rigna. Ég vorkendi aðeins þeim sem voru heldur litið klæddir en það hjálpaði örugglega aðeins til að þau komu dansandi upp götuna. Stóru atriðin voru flest mjög flott og á eftir komu svo allir hinir og inn á milli leyndust flottir búningar og vagnar.
Við hittum Peter vin Ernis sem skemmti sér vel í skrúðgöngu :)
Um síðustu helgi fórum við á Hjellerupmarket. Það var ýmislegt hægt að sjá þar og æðislegt veður.
Tíminn flýgur áfram og það er nóg að gera hjá okkur. Ernir er í prófum og klára þau 22. júní. Ég er að gera síðasta verkefnið á þessari önn, en það er hópverkefni og eigum við að skila því á fimmtudaginn. Svo er sýning hjá okkur í skólanum 22, júni þar sem við munum gana niður pallinn í fötunum sem við erum búnar að sauma. Svona eins og tískusýning. Og daginn eftir er lokahóf í skólanum þar sem við borðum saman hádegismat og tökum til fyrir sumarfríið. Viku seinna verð ég svo komin til Íslands. En einhverntíman þar á milli er stefnan tekin á Forubsommerland, sem er fjölskyldu skemmtigarður í hálftíma fjarlægð frá Álaborg. Þar eru víst rússibanar, vatnsleikjagarður og fullt af íslenskum hestum :) Ég hlakka mikið til, við höfum aldrei farið þangað.
Svo er lika U-21 landsliðin í fótbolta að keppa í EM hérna í Álaborg og Århus. Ernir ætlar að skella sér á eitthverja leiki, en í gær horfðum við á leikinn í miðbænum á stórum skjá. Það var svolítið af íslendingum þar sem búa hérna. Held við höfum flest öll komist í mynd þar sem sjónvarpsmyndatökumennirnir voru nokkrir og þóttu nokkuð gaman að taka myndir af okkur.
Það verður því nóg að gera á þessum tveimur og hálfri viku sem eftir er áður en ég kem heim í 6 vikna sumarfrí. Ég er orðin svolítið spennt, finnst þó pínu skrítið að það sé alveg að koma að þessu. Það er líka svo mikið um að vera hjá okkur. Ernir kemur svo heim í endaðan júlí, en hann ætlar að vinna aðeins áður enn hann kemur heim.
Ég reikna ekki með að skrifa aftur hérna inn áður en ég fer heim og ekki mun ég skifa neitt á meðan ég er á Íslandi. Svo næst verður það í ágúst eftir að ég verð aftur komin hingað út.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar
Kveðja úr sólinni í Álaborg :)
P.s. Ég setti fullt af myndum inn á myndasíðuna mína :)
