sunnudagur, 12. júní 2011

Smá uppdeit

Ég veit að það er meira en tveir mánuður síðan ég skrifaði hérna inn og flestir eru hættir að nenna að kíkja hingað inn. En ég ákvað samt að láta aðeins vita af mér. 


Aprílmánuður var mjög góður. Æðislegt veður og maður komst sko í sumarfíling.

Við nutum þess að læra úti

Fórum í dýragarðinn á föstudaginn langa í æðislega góðu veðri. Páskarnir voru með þeim heitustu í Dk síðustu 10 ár, enda var geggjað veður allann tímann og maður naut þess að vera úti.

Maímánuður var hins vegar kaldur og leiðinlegur, það ringdi líka mikið. Ég var á fullu í skólanum. Fékk verkefni sem fólskt í því að sauma buxur og bol/peysu og gera möppu með tilheyrandi teikningum. Við áttum að velja okkur eitthvað hobby sem innblástur. Ég valdi mér vefnað (að vefa) sem tók aðeins lengri tíma heldur en ég ætlaði mér þar sem að bakið á peysunni minni var með leiðindi.

 Ég þurfti að sauma þetta fast því annar hékk þetta bara laust niður. Ekki alveg það sem ég ætlaði mér, en þetta tókst á endanum.

Við fórum að sjá karnevalið hérna í Álaborg. Það var frekar kalt og svo byrjaði að rigna. Ég vorkendi aðeins þeim sem voru heldur litið klæddir en það hjálpaði örugglega aðeins til að þau komu dansandi upp götuna. Stóru atriðin voru flest mjög flott og á eftir komu svo allir hinir og inn á milli leyndust  flottir búningar og vagnar. 

Við hittum Peter vin Ernis sem skemmti sér vel í skrúðgöngu :)

Um síðustu helgi fórum við á Hjellerupmarket. Það var ýmislegt hægt að sjá þar og æðislegt veður. 

Tíminn flýgur áfram og það er nóg að gera hjá okkur. Ernir er í prófum og klára þau 22. júní. Ég er að gera síðasta verkefnið á þessari önn, en það er hópverkefni og eigum við að skila því á fimmtudaginn. Svo er sýning  hjá okkur í skólanum 22, júni þar sem við munum gana niður pallinn í fötunum sem við erum búnar að sauma. Svona eins og tískusýning. Og daginn eftir er lokahóf í skólanum þar sem við borðum saman hádegismat og tökum til fyrir sumarfríið. Viku seinna verð ég svo komin til Íslands. En einhverntíman þar á milli er stefnan tekin á Forubsommerland, sem er fjölskyldu skemmtigarður í hálftíma fjarlægð frá Álaborg. Þar eru víst rússibanar, vatnsleikjagarður og fullt af íslenskum hestum :) Ég hlakka mikið til, við höfum aldrei farið þangað.
Svo er lika U-21 landsliðin í fótbolta að keppa í EM hérna í Álaborg og Århus. Ernir ætlar að skella sér á eitthverja leiki, en í gær horfðum við á leikinn í miðbænum á stórum skjá. Það var svolítið af íslendingum þar sem búa hérna. Held við höfum flest öll komist í mynd þar sem sjónvarpsmyndatökumennirnir voru nokkrir og þóttu nokkuð gaman að taka myndir af okkur. 

Það verður því nóg að gera á þessum tveimur og hálfri viku sem eftir er áður en ég kem heim í 6 vikna sumarfrí. Ég er orðin svolítið spennt, finnst þó pínu skrítið að það sé alveg að koma að þessu. Það er líka svo mikið um að vera hjá okkur. Ernir kemur svo heim í endaðan júlí, en hann ætlar að vinna aðeins áður enn hann kemur heim. 

Ég reikna ekki með að skrifa aftur hérna inn áður en ég fer heim og ekki mun ég skifa neitt á meðan ég er á Íslandi. Svo næst verður það í ágúst eftir að ég verð aftur komin hingað út.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar

Kveðja úr sólinni í Álaborg :)

P.s. Ég setti fullt af myndum inn á myndasíðuna mína :)

fimmtudagur, 7. apríl 2011

Alveg að koma sumar....

Tíminn flýgur áfram.... áður en ég veit af verður þessi skólaönn búin og ég komin heim til Íslands í sumarfrí.
Það styttist í sumarið hérna í Álaborg. Klukkan er allavega komin á sumartíma svo núna eru tveir klukkutímar á milli Íslands og Danmörk. Það er búið að vera ekta vorveður hérna undanfrarna daga. Um helgina á samt að vera voðalega ljúft veður, yfir 10°C og smá vindur (það er sko aldrei logn hérna í Álaborg).

Skólinn gengur mjög vel. Ég skilaði verkefninu mínu á þriðjudaginn síðasta, og er bara nokkuð sátt með það. Núna vorum við að byrja á buxunum svo næstu dagar fara í það að teikna upp allskonar buxur í kvartmálum og gera nokkrar saumaprufur. Hugurinn er kominn á fullt og ég ætla mér að sauma mikið meira en ég á nokkurntíman eftir að komast yfir. Það þarf svo lítið til þess að hugurinn fari af stað. Og það getur verið mjög hættulegt að fara inn í efnabúðir, því ef maður sér eitthvað flott efni er maður strax kominn með hugmynd um hvað maður gæti saumað úr því. Um daginn tókst mér að versla alveg helling af efnum á met tíma. Hef aldrei tekið svona margar ákvarðanir á svona stuttum tíma (enda þarf ég vanalega að hugsa vel og lengi um hlutina áður en ég ákveð eitthvað). Svo núna verð ég bara að vera dugleg og teikna snið og sauma..... Vona að ég nái allavega að gera eitthvað fyrir utan skólaverkefnin....

Annars er voðalega lítið að frétta. Ég hef ekki tekið neinar myndir, en kannski get ég bætt úr því um helgina í góða veðrinu. Annars finnst mér svolítið skrítið að hugsa til þess að það sé enþá vetur á Íslandi. Finnst það ekki alveg passa þegar það er komið vor hjá mér. En ég vona nú samt að góða veðrið fari líka að láta sjá sig hjá ykkur.....eða er það kannski komið til ykkar líka?

Hafið það sem allra best! :)

Kv. Tinnslan með rauða nebbann...

sunnudagur, 13. mars 2011

smá uppdeit

Við skemmtum okkur vel á Þorrablóti. Maturinn var ótrúlega góður, allavega hangikjötið og lambalærið ;o) og hljómsveitin var skemmtileg. Ég allavega dansaði þangað til ég gat ekki meira. En því miður voru ekki margar myndir teknar þar sem myndavelin var að mestu ofan í tösku. 

Sniglabandið :)

Myndavelin hefur reyndar verið voðalega lítið á lofti og því hef ég ekki mikið af myndum til þess að sýna ykkur. Ég setti þó nokkar myndir inn á myndasíðuna mína. Kannski ég geti reynt að muna meira eftir myndavelinni.....en ég lofa engu ;o)

Skólinn gengur mjög vel. Ég er búin að sauma mér eitt pils, sem fær að vera á góðum stað í fataskápnum. Núna er ég að undirbúa það að sauma mér bol og svo fáum við verkefni á morgun sem felst í því að sauma pils og bol. Og svo eigum við að framleggja það fyrir framan allar stelpurnar í skólanum og skila inn möppu með vinnuteikningum og fleiru. Ég hlakka pínu til, ég er allavega komin með góða hugmynd af því sem ég ætla að gera. Annars er ég bara búin að vera að teikna snið í 1/4 og sauma saumaprufur. 

Ernir er líka á fullu í skólanum. Ég veit samt í rauninni ekkert hvað hann er að gera, man ekki einu sinni um hvað verkefnið sem þeir eru að skrifa er um....eða hvað, kannski var það.....hummm það tengist allavega eitthvað bílum. Jebb svona mikið er ég inni í hlutunum hehe :o) 
Núna er hann í vinnunni, en hann er aftur byrjaður að vinna um helgar á hótelinu.

Annars er voðalega lítið að frétta af okkur. Lífið þessa dagana snýst um skóla, ræktina og heimilisstörf. Svo það er nóg að gera.... :o) 

Í gær ákvað ég að baka eitthvað til þess að hafa í nesti í skólann. Fannst það sniðugara heldur en að fara alltaf í bakaríið sem er beint á móti skólanum. Og útkoman varð þessi: "smá"kökur, pulsuhorn, pitsasúðar og skinkuhorn :o)

Ég vona að það muni ekki líða eins langur tími þangað til ég skrifa aftur. Og ég vona að þið hafið ekki gefist alveg upp á mér.... ;o)
Vona að þið hafið það sem allra best

Kveðja úr vorveðrinu  í Álaborg

laugardagur, 12. febrúar 2011

Saumakassinn minn :o)

Nú eru tvær vikur búnar af skólanum og það gengur bara mjög vel. Við höfum verið að teikna mysmunandi snið af pilsum í hlutfallinu 1/4 og gera saumprufur. Svo fljótlega á ég að sauma prufu pils. Það er þónokkur heimavinna. Okkur er þó ekki sett fyrir frá degi til dags heldur fengum við búnka af blöðum með teikningum og saumprufum sem við eigum svo að vinna sjálf á okkar hraða, en þó að vera búin með þetta fyrir annarlok. Helst samt áður en við fáum næsta búnka, sem er um næstu mánaðarmót. 
Ég hlakka til þess að sauma eihverjar flíkur, núna þyrfti ég að fara að skissa og reyna að fá hugmyndir af eihverju sniðugu ;o)
En annars er voðalega fínt að vera komin í rútínu aftur. Þarf samt að venja mig aðeins við að hafa alltaf þriggja daga helgi því það er ekki kennt á föstudögum. En ég reyni nú samt að nýta tímann og vinna heima, eða fara í skólann og læra þar. 

Á laugardaginn fyrir viku fórum við Hafdís á Loppumarkað, ætli það heiti ekki bara Flóamarkaður á íslensku? Allavega var fólk að selja gamalt, notað dót og sumir voru með handverkið sitt. 

Ég keypti mér þennan ótrúlega flotta saumakassa. Ég er svo ánægð með hann!
Það voru tvær gamlar konur að selja svona kassa, ásamt öðru. Munstrið er handskorið og ótrúlega flott.

Hann opnast svona í báðar áttir. Fullt af plássi :o)

Keypti líka svona smákökudisk

Og svo gat ég ekki slept þessu flotta jólasveinapari. 
Það var bara eitthvað svo heillandi við þau. Hún heldur á pakka fyrir aftan bak :o)


Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á Þorrablót hjá Íslendingafélaginu hérna í Álaborg. Ég hlakka ótrúlega til að fá hangikjöt og lambalæri, en ég er ekkert voðalega hrifin af súrmat. Get þó borðað nýja svínasultu og kannski eitthvað meira. En hangikjötið ætla ég að njóta að borða......og það mikið af því ;o)
Sniglabandið ætlar svo að leika fyrir dansi og verður það örugglega mikið stuð! 
En núna ætla ég að hafa mig til svo ég geti farið að hjálpa Didda við að gera eftirrétt kvöldsins klárann. 

Eigið góða helgi
Kv. Tinna Rut


sunnudagur, 30. janúar 2011

Skóli :o)

Skóli á morgun :o) Skólataskan er orðin klár og bíður til morgundagsins. Ég er orðin pínu spennt, en líka nokkuð stressuð fyrir fyrsta deginum. En ég held samt að þetta eigi bara eftir að vera gaman. Ég veit samt að þetta á eftir að vera mikil vinna, því ég veit að það er þó nokkur heimavinna. En ég hlakka bara til! :o)
Það verður svo gott að komast í rútínu aftur ;o)

Við Hafdís fórum á sýningu hjá skólanum á miðvikudaginn. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað þær eru búnar að vera að gera í skólanum. Margt mjög flott. Það er svo gaman líka að sjá hvað það er mismunandi smekkur hjá fólki og að sjá allar hugmyndirnar sem þær hafa fengið. Vona bara að ég verði ekki hugmyndasnauð, það er það sem ég óttast mest. En ég trúi því að það koma með timanum ;o)


Þetta er Katrine vinkona mín úr lýðháskólanum. Hún er að fara á þriðju önn í skólanum. Verkefnið var að gera "skemmtilegan" kjól :o) Það verður gott að hafa einhvern sem ég þekki í skólanum og hefur gert það sem ég er að fara að gera. Það eru reyndar líka tvær íslenskar stelpur í skólanum, ein sem er að fara á aðra önn og önnur sem er að fara á fjórðu og síðustu önnina. 
Myndinni stal ég af Facebook, en mér finnst þetta bara svo flottur kjóll að ég ákvað að leyfa ykkur að sjá hann :o)

Ernir er búinn í prófum og er í vetrarfríi fram á þriðjudag. Svo á morgun vakna ég í skóla en hann fær að sofa út. Það hefur ekki gerst mjöööög lengi, yfirleitt er það öfugt og ég sef út. Enda kvíður mig pínu fyrir því að þurfa að vakna svona snemma á morgun, því ég er jú vön að fá að sofa alltaf út....
En hann stóð sig vel í prófunum. Hann á reyndar eftir að fá út úr einu prófi, en það hlítur að koma fljótlega.

Knús og kram
Tinna Rut

fimmtudagur, 13. janúar 2011

Breyting :)

Við Ernir ákváðum að kaupa okkur ný húsgögn fyrir pening sem við fengum í jólagjöf. Við ákváðum að henda út sjónvarpsskápnum sem við fengum gefins þegar við fluttum inn og kaupa okkur kommóðu í IKEA í staðinn. Og svo keyptum við aðra hærri kommóðu og settum í staðin fyrir þá sem við vorum með. Ætluðum að henda þeirri gömlu út, en fundum svo fínan stað fyrir hana inn í herbergi :o) Ernir fékk svo hillur í jólagjöf sem við ætlum líklega að hengja upp fyir ofan sjónvarpið. Þá verður veggurinn ekki eins tómlegur ;o)
Stofan okkar hefur því breyst aðeins. Og er orðin mun bjartari en hún var :o)

Orðið svo fínt hjá okkur :o)

Annars er bara fínt að frétta. Ég er að fara í skólann á morgun. Það á að kinna þetta betur fyrir okkur og segja okkur hvað við þurfum að hafa með í skólann og svona. Og svo byrjar kennslan 31.janúar. Ég er orðin pínu spent og svolítið kvíðin, því ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Hef heyrt ýmislegt, bæði gott og ekki eins gott um skólann. En það kemur bara í ljós, það verður allavega gott að fá rútínu sem felst í einhverju öðru en að sitja heima ;o)
Ernir er á fullu að læra undir próf. Hann er búinn að fara í þrjú og á tvö eftir. Það verður fínt þegar hann verður búin með þau. 

Ætla að segja þetta gott í bili
Kveðja úr snjókomunni í Álaborg

sunnudagur, 2. janúar 2011

Gleðilegt nýtt ár :)

Jólalögin ómuðu, jólaskraut prýddi heimilið, fjórar smákökusortir litu dagsins ljós, jólagjöfum pakkað inn og sendar til Íslands og jólatréð skreytt á Þorláksmessudag. Já jólaundirbúningurinn gékk vel á þessu heimili þrátt fyrir litla jólastemningu. 

Jólatréð okkar :)

Við erum búin að hafa það mjög gott yfir jólin. Ég verð þó að viðurkenna að þetta hafa verið öðruvísi jól fyrir mig, skiljanlega þar sem þetta voru mín fyrstu jóla að heiman - engin mamma og pabbi....og Gunnar, ekki talað um að fara að mjólka, enginn hamborgahryggur, ekki hangjöt á jóladag og kaffi hjá ömmu, ekkert jólaball og engin áramótabrenna. 
En í staðin er ég búin að vera í góðra vina hópi, smakka rjúpur og önd, fá fullt af fiskmeti á jóladag, borða íslenskt lambalæri, nautasteik og kökur - Og búin að læra að sitja við matarborð í marga klukkutíma og borða! Já allan tímann ;)
Þess á milli hef ég setið heima og lesið í bók, horft á sjónvarpið og hámað í mig makkintosi - Já ég er sko að standa mig vel í makkintosinu :) úfff
Ernir hefur hins vegar notað dagana á milli hátíða í það að læra undir prófin sem eru núna í janúar. En á meðan hann sekkur sér í lærdóminn hef ég notið þess að lifa leti lífi og sofið út. 

Sætu skötuhjúin mín :)

En núna er komið árið 2011. Sem mér finnst frekar skrítin tala, hún er heldur ekkert of flott. En hvað um það. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti í langan tíma þar sem ég skýt ekki upp rakettu. Og ég setti mér engin áramótaheit í þetta skiptið og fattaði það ekki einu sinni fyrr en í gær. Og mér er bara alveg sama, þar sem það hefur hvort eð er ekkert virkarð. Í staðin naut ég þess að horfa á alla flugeldana. Við stóðum á svölunum og horfðum yfir bæinn. Þetta var ótrúlega flott og ótrúlega mikið að mínu mati. Við sáum yfir stórt svæði og þar af talið miðbæinn. Ég held að ég hafi aldrei séð svona mikið af flugeldum áður, ápunktur kvöldsins ;)

En þó svo að árið 2010 hafi ekki verið slæmt, þá vona ég að 2011 verði enn betra. Markmiðið er allavega að uppgötva, breyta og njóta vel! :)

Takk kærlega fyrir alla jólapakkana og jólakortin, mér þykir gaman að sjá hvað margir sendu mér jólakort :) 
Takk fyrir góðu stundirnar á liðnum árum og ég vona að nýja árið muni verða ykkur öllum gott :)

Kær kveðja
Tinna Rut



Það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna mina :)