sunnudagur, 2. janúar 2011

Gleðilegt nýtt ár :)

Jólalögin ómuðu, jólaskraut prýddi heimilið, fjórar smákökusortir litu dagsins ljós, jólagjöfum pakkað inn og sendar til Íslands og jólatréð skreytt á Þorláksmessudag. Já jólaundirbúningurinn gékk vel á þessu heimili þrátt fyrir litla jólastemningu. 

Jólatréð okkar :)

Við erum búin að hafa það mjög gott yfir jólin. Ég verð þó að viðurkenna að þetta hafa verið öðruvísi jól fyrir mig, skiljanlega þar sem þetta voru mín fyrstu jóla að heiman - engin mamma og pabbi....og Gunnar, ekki talað um að fara að mjólka, enginn hamborgahryggur, ekki hangjöt á jóladag og kaffi hjá ömmu, ekkert jólaball og engin áramótabrenna. 
En í staðin er ég búin að vera í góðra vina hópi, smakka rjúpur og önd, fá fullt af fiskmeti á jóladag, borða íslenskt lambalæri, nautasteik og kökur - Og búin að læra að sitja við matarborð í marga klukkutíma og borða! Já allan tímann ;)
Þess á milli hef ég setið heima og lesið í bók, horft á sjónvarpið og hámað í mig makkintosi - Já ég er sko að standa mig vel í makkintosinu :) úfff
Ernir hefur hins vegar notað dagana á milli hátíða í það að læra undir prófin sem eru núna í janúar. En á meðan hann sekkur sér í lærdóminn hef ég notið þess að lifa leti lífi og sofið út. 

Sætu skötuhjúin mín :)

En núna er komið árið 2011. Sem mér finnst frekar skrítin tala, hún er heldur ekkert of flott. En hvað um það. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti í langan tíma þar sem ég skýt ekki upp rakettu. Og ég setti mér engin áramótaheit í þetta skiptið og fattaði það ekki einu sinni fyrr en í gær. Og mér er bara alveg sama, þar sem það hefur hvort eð er ekkert virkarð. Í staðin naut ég þess að horfa á alla flugeldana. Við stóðum á svölunum og horfðum yfir bæinn. Þetta var ótrúlega flott og ótrúlega mikið að mínu mati. Við sáum yfir stórt svæði og þar af talið miðbæinn. Ég held að ég hafi aldrei séð svona mikið af flugeldum áður, ápunktur kvöldsins ;)

En þó svo að árið 2010 hafi ekki verið slæmt, þá vona ég að 2011 verði enn betra. Markmiðið er allavega að uppgötva, breyta og njóta vel! :)

Takk kærlega fyrir alla jólapakkana og jólakortin, mér þykir gaman að sjá hvað margir sendu mér jólakort :) 
Takk fyrir góðu stundirnar á liðnum árum og ég vona að nýja árið muni verða ykkur öllum gott :)

Kær kveðja
Tinna Rut



Það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna mina :)

Engin ummæli: