fimmtudagur, 13. janúar 2011

Breyting :)

Við Ernir ákváðum að kaupa okkur ný húsgögn fyrir pening sem við fengum í jólagjöf. Við ákváðum að henda út sjónvarpsskápnum sem við fengum gefins þegar við fluttum inn og kaupa okkur kommóðu í IKEA í staðinn. Og svo keyptum við aðra hærri kommóðu og settum í staðin fyrir þá sem við vorum með. Ætluðum að henda þeirri gömlu út, en fundum svo fínan stað fyrir hana inn í herbergi :o) Ernir fékk svo hillur í jólagjöf sem við ætlum líklega að hengja upp fyir ofan sjónvarpið. Þá verður veggurinn ekki eins tómlegur ;o)
Stofan okkar hefur því breyst aðeins. Og er orðin mun bjartari en hún var :o)

Orðið svo fínt hjá okkur :o)

Annars er bara fínt að frétta. Ég er að fara í skólann á morgun. Það á að kinna þetta betur fyrir okkur og segja okkur hvað við þurfum að hafa með í skólann og svona. Og svo byrjar kennslan 31.janúar. Ég er orðin pínu spent og svolítið kvíðin, því ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Hef heyrt ýmislegt, bæði gott og ekki eins gott um skólann. En það kemur bara í ljós, það verður allavega gott að fá rútínu sem felst í einhverju öðru en að sitja heima ;o)
Ernir er á fullu að læra undir próf. Hann er búinn að fara í þrjú og á tvö eftir. Það verður fínt þegar hann verður búin með þau. 

Ætla að segja þetta gott í bili
Kveðja úr snjókomunni í Álaborg

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott breyting hjá ykkur :) Hvernig var í skólanum ??
Heyrumst fljótlega.
Kv. Sandra

Unknown sagði...

Ohhh... mig langar svo í malm kommóður í IKEA (ófund)! Vonandi var kynningin í skólanum fína
kv.Steinunn