mánudagur, 26. mars 2012

Nóg að gera

Það er sko búið að vera brjálað að gera síðustu vikur. Ég fékk frest til þess að skila verfninu mínu þar sem að ég sá ekki fram á að ég mundi ná því á réttum tíma. Það tók mun lengir tíma að gera möppuna en ég hafði reiknað með og voru því vinnudagarnir ansi langir. En þetta hafðist allt á endanum og kennarinn gaf mér góða umsögn fyrir verkefnið. Ég er svo ótrúlega ánægð með það sem kennarinn sagði og hlakka mikið til að geta farið að nota jakkann minn! Lofa að setja inn mynd af honum við tækifæri ;o)

Ernir keypti sér bíl á fimmtudaginn. Og fórum við því í bíltúr á laugardaginn til Århus. Það varð jú að prófa kaggann. Og já þetta er algjör kaggi miðað við hljóðin, skilst að það sé vegna þess að þetta er disel bíll. Annars er þetta mjög fínn bíll, sem á örugglega eftir að koma að góðum notum. Við erum allavega búin að fara tvisvar i Ikea og Bilka eftir að við fengum bílinn ;o) Enn ástæðan fyrir kaupunum er samt sú að Ernir er að fara í 6 mánaða starfsnám í Støvring sem er hérna rétt fyrir utan Álaborg. 

Við skoðuðum Your Rainbow Panorama eftir Ólaf Elíasson. Það er staðset á þaki Aros listasafnsins í Århus.  

Það var gaman að labba hringinn og sjá útsýnið yfir Århús í mismunandi litum.

Efri myndin er tekin í gegnum appelsínugult og gult gler á meðan neðri myndin var tekin undir berum himni.

Við fórum líka á safn sem heitir Den gamle by (Gamli bærinn). Þar er hægt að labba um og skoða gömul hús og muni og sjá hvernig þetta var í gamla daga. Á sumrin eru svo fólk á störfum í sumum af húsunum og margt um að vera. En þar sem að við vorum svo snemma á ferðinni miðað við dagatalið, þá var ekkert svoleiðis um að vera. En þá höfum við líka ástæðu til þess að fara og skoða bæinn aftur :o) Það er margt að skoða í þessum gamla bæ og ég mæli með því að þið farið þanað ef leið ykkar liggur til Århus.



Myndir frá Gamlabænum í Århus.

Það er sem sagt búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu vikurnar og það verður líka nóg að gera næstu vikurnar. Ég er komin á fullt í að gera korselett í skólanum, sem þarf helst að klárast á rúmri viku (sem betur fer er engin mappa í þetta skiptið).

Þangað til næst
Tinna Rut


laugardagur, 10. mars 2012

Allt er þegar þrent er...

...það vona ég allavega í þessu tilfelli! 
Ég er búin að eiga þrjá óhappadaga í röð núna. Eitt óhapp á dag kemur skapinu svo sannarlega ekki í lag. 
Í fyrradag klipti ég of stórt gat fyrir vasa á jakkanum sem ég er að sauma, í gær tapaði ég 200 krónum í miðbænum og í dag læsti ég lykilinn minn inni í skáp í ræktinni. Ég hló nú samt bara að þessu síðasta þó svo að það hafi verið svolítið vandræðalegt að fara fram í afgreiðsluna til þess að fá lánaða stóra klippu svo ég gæti klipt hengilásinn í sundur. En okkur Hafdísi tókst að klippa lásinn í sundur :o) 
Mér var hugsað til þess í gær að eitthvað hlyti að gerast í dag, ég er bara mjög ánægð með að það hafi ekki verið neitt alvarlegra enn að læsa lykillinn minn inni í skáp.


Vasanum náði ég að redda, hann verður bara aðeins stærri enn hann átti að vera. Annars gengur bara vel með verkefnið, er aðeins á eftir áætlun með möppuna en því verður reddað með löngum vinnudögum. Skil á fimmtudaginn og nóg að gera....

fimmtudagur, 1. mars 2012

Vorið er komið og grundirnar gróa...

....yndislegt veður allavega hjá okkur núna. 
Sól, smá vindur og ca 10°C. 
Fuglasöngur úr öllum áttum og fullt af fólki úti á göngu. 
Sumarfílingurinn er alveg að koma, allavegana er löngunin í ís farin að kræla á sér og það boðar bara sumar ;o) 


Þessi mynd er tekin í apríl í fyrra. 
Mikið hlakka ég til að geta farið aftur í svona ferð í dýragarðinn! :) 
Eða bara geta setið úti í garði og notið blíðunnar. 
Vonandi verður biðin ekki svo löng ;o)