laugardagur, 10. mars 2012

Allt er þegar þrent er...

...það vona ég allavega í þessu tilfelli! 
Ég er búin að eiga þrjá óhappadaga í röð núna. Eitt óhapp á dag kemur skapinu svo sannarlega ekki í lag. 
Í fyrradag klipti ég of stórt gat fyrir vasa á jakkanum sem ég er að sauma, í gær tapaði ég 200 krónum í miðbænum og í dag læsti ég lykilinn minn inni í skáp í ræktinni. Ég hló nú samt bara að þessu síðasta þó svo að það hafi verið svolítið vandræðalegt að fara fram í afgreiðsluna til þess að fá lánaða stóra klippu svo ég gæti klipt hengilásinn í sundur. En okkur Hafdísi tókst að klippa lásinn í sundur :o) 
Mér var hugsað til þess í gær að eitthvað hlyti að gerast í dag, ég er bara mjög ánægð með að það hafi ekki verið neitt alvarlegra enn að læsa lykillinn minn inni í skáp.


Vasanum náði ég að redda, hann verður bara aðeins stærri enn hann átti að vera. Annars gengur bara vel með verkefnið, er aðeins á eftir áætlun með möppuna en því verður reddað með löngum vinnudögum. Skil á fimmtudaginn og nóg að gera....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri klaufabárðurinn :) vonandi ganga næstu dagar vel hjá þér svo þú náir að klára verkefnið á réttum tíma...
Knús frá öllum á Hellisbrautinni :)