fimmtudagur, 1. mars 2012

Vorið er komið og grundirnar gróa...

....yndislegt veður allavega hjá okkur núna. 
Sól, smá vindur og ca 10°C. 
Fuglasöngur úr öllum áttum og fullt af fólki úti á göngu. 
Sumarfílingurinn er alveg að koma, allavegana er löngunin í ís farin að kræla á sér og það boðar bara sumar ;o) 


Þessi mynd er tekin í apríl í fyrra. 
Mikið hlakka ég til að geta farið aftur í svona ferð í dýragarðinn! :) 
Eða bara geta setið úti í garði og notið blíðunnar. 
Vonandi verður biðin ekki svo löng ;o)


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nújh, fullt af færslum - en gaman :) Oh já, hlakka líka til þegar kemur svona veður eins og á myndinni:)

Nafnlaus sagði...

Hjá okkur var hálfgerður bylur seinnipartinn og allt orðið hvítt aftur. Ég þori nú ekki að tala um að það sé vorlegt eða að koma vor fyrr en í fyrsta lagi eftir páska :)
kv. Sandra

Hafdís Ýr sagði...

mmm....væri svo mikið til í þetta veður núna :) Vorfílingurinn er svo mikið mættur :D