mánudagur, 27. febrúar 2012

Lægð

Ég á mjög erfitt með að standast freistingar! Og þess vegna ákvað ég eftir að hafa farið þrjá daga í skólann í fríinu og gert sam' og sem ekkert að nú skyldi ég bara vera heima. Ég tók mér því langa helgi í frí, ætlaði að læra smá en það varð auðvitað ekki úr neinu. Ég veit ekki alveg hvað er að mér. Einhverstaðar týndi ég nennunni og metnaðinum. Ég þarf svo að taka mig saman og gefa sjálfri mér STÓRT spark í rassgatið!!! :o/
En ég mætti samt í skólann í dag með þá huggsun að nú skyldi þetta gerast. Ég vonast til þess að ég nái að klára munstrið mitt á morgun. Og þá get ég farið að gera allt hitt sem ég þarf að gera fyrir þetta verkefni. Smá spark, sem verður fastara með tímanum ;o)


Í gær kom ég mér vel fyrir í sófanum með þessar bækur og blað. VÁ hvað það var notarlegt að slappa af og njóta þess að skoða nýjar og nýlegar bækur. Ótrúlega langt síðan að ég hef notið þess svona að skoða bækur og hafa það kósý....meira af því takk fyrir ;o)


Og auðvitað gat ég ekki hamið mig og bakaði tvær gerðir af muffins á laugardaginn :o) Það er svo ótrúlega mikill munur að hafa hrærivel! Deigið verður svo mikið betra....algjör draumur ;o) elska það. Það er svo mikið skemmtilegra að baka núna :o) Sem er bæði gott og slæmt því við ætluðum jú að minka sætindin... 


Þangað til næst
Tinna

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú bakar bara hollustubrauð Tinna, það er svo fínn hnoðari á KitchenAid :)
kv. Heiðrún