Eitt af því sem mig langar líka að bæta mig í, er að skrifa hérna inn á þessa síðu. Þó það væri ekki nema smá í hvert skipti. Jafnvel bara mynd og nokkur orð. Það væri gaman!
Og enþá skemmtilegta ef ég fengi fasta lesendur og komment inn á milli. Það er svo hvetjandi! :o)
Þennan kjól saumaði ég á síðustu önn (það byrjaði ný önn á mánudaginn). Ég er rosalega ánægð með hann og verð að viðurkenna að mér finnst það pínu leiðinlegt að hafa ekkert tækifæri til þess að nota hann. En það kemur kannski seinna.
Á þessari önn mun ég meðal annars læra að sauma korselett og korselett með innbygðum brjóstahaldara. Mun lika fá smá kennslu í undirfötum en við byrjum samt önnina á að læra um "óhefbundnar" ermar. Þetta legst bara vel í mig og það er sko alveg nóg að gera hjá okkur! :o)
Ég vona að þið munið vilja fylgjast með mér hérna á síðunni. En ég ætla að gera mitt besta í að skrifa hérna inn. Kannski ég setji mér bara fastann dag í það, en vonandi þarf þess ekkert ;o)
Þangað til næst :o)

11 ummæli:
gaman að sjá að þu ert byrjuð aftur :) alltaf gaman að sjá myndir og lesa hvað þú ert að gera í útlandinu :) hlakka mikið til að sjá útkomuna úr korsilettunum.
Kv. Alla Bass
Glæsilegur kjóll! Hlakka til að sjá korsilettin :)
Ég mun fylgjast með þér, alltaf gaman að sjá hvað þú ert að bauka þarna í Dk. :)
kv. Karen
Flott hjá þér að byrja aftur að blogga og ennþá flottara að fara að framkvæma hlutina en ekki bara hugsa um þá. (þarf að taka þig til fyrirmyndar). Ætla bara að hæla kjólnum aftur, hann er ÆÐI. En ekki segja mér að þú hafir búið til öll þessi blóm sjálf, þau eru GEGGJUÐ. Kveðja Erna frænka
Veiiii komið nýtt blogg :) Þú ert algjör snillingur, kjóllinn ótrúlega flottur, hlakka til að sjá þig í honum - með berum augum :)
Söknum ykkar ótrúlega mikið, heyrumst fljótlega. Kv. stóra systir
Vá, vá, vá, flottur kjóll, flott blómin og stórglæsileg ung kona sem í honum er! Hlakka til að fylgjast með þér. Gangi ykkur Erni vel í nýja lífstílnum og fyrirheitum um að framkvæma!
Kveðja
Harpa
Vá hvað þetta er flottur kjóll Tinna! Blómin eru æðisleg og setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Þú mátt sko alveg vera stolt af þessum saumaskap! Takk fyrir að deila þessu með okkur :)
Kv. Heiðrún
Nei en fínt klipp uppi á vegg hjá þér ;o)
Heiðrún frænka
Geggjaður kjóll hjá þér!!
Gaman að heyra af ykkur og hvað þú ert að gera í skólanum, skvís :)
Þórdís Hlín :)
Vá hvað það er gaman að sjá öll þessi komment frá ykkur - þið eruð æði! :)
Erna, það tók mig nánast heila helgi að búa til öll þessi blóm og sauma þau á. En það var svo þess virði :)
Já Heiðrún, þetta er glæsilegt klipp og mér þykir svo vænt um það! :)
Hæ hæ loksins kemu alminileg mynd af þér í fína kjólnum hann er glæsilegur til hamingju.Verið dugleg í nýja matartilbúningnum.
Kv Kalla og Gulli
Nújh flottur kjóll!
Skrifa ummæli