Við skelltum okkur á þorrablót hjá íslendingafélaginu hérna í Álaborg á laugardaginn síðasta. Við borðuðum á okkur gat, sungum úr okkur röddina, dönsuðum af okkur skóna og skemmtum okkur frábærlega vel! ;o)
Síðustu dagar hafa svo farið í að teikna kvartmál. Fínnt að dunda sér við þetta, en leiðinlegt til lengdar! Og núna er ég allveg að vera búin að fá nóg ennnn það er fullt eftir :o/
Við fengum verkefni á mánudaginn í skólanum sem hljóðar upp á að hanna 15 flíkur, sauma eina af þeim (verður af vera með "öðruvísi" ermum) og gera allt sem því fylgir. Sem sagt stórt verkefni, stór mappa sem á að innihalda allt sem prófmappan á að innihalda. Það er verið að undirbúa okkur fyrir próf eftir tæpt ár. Innblásturinn á að vera frá áratugunum 1940 eða 1950. Spennandi verkefni og nóg að gera! :o)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli