mánudagur, 7. maí 2012

Børglum klaustur og efnabúð

Fór í dag með skólanum að skoða Børglum kloster. Þar er meðal annars sýning af kjólum sem Anne Marie Helger á. Hún er leikkona og er þekkt fyrir að eiga mikið af mis furðulegum, en ótrúlega flottum kjólum sem hún hefur sjálf hannað. Ótrúlega gaman að sjá kjólana og maður getur alveg fengið innblástur frá þessari konu.

Þessi kjóll er meðal þeirra sem eru til sýnis. Ég gleymdi því miður myndavelinni minni og fékk því þessa mynd að láni frá stiften.dk (ég gogglaði bara nafinið hennar og þá koma fullt af myndum ef þið skylduð hafa áhuga á að skoða fleiri myndir af henni ).


Kaup dagsins í efnabúðinni sem við fórum í á leiðinni heim frá klaustrinu. Aðal málið var að kaupa brjóstahaldaraspangir til þess að nota í verkefnið. Allt hitt fékk bara að fljóta með í pokann ;o) 

Gat ekki staðist þennan frosk. Ótúlega krúttlegur með hjartað sitt! Hann hefur fengið pláss á hillunni minni :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svakalega flottur kjóll en ég er nú ekki viss um að ég myndi nenna að vera í honum :)
Söknum ykkar, risaknús frá Reykhólum :)