Tekið út um eldhúsgluggann eitt kvöldið
Við Ernir höfum þó alveg verið að njóta helganna saman. Og yfirleitt gerum við eitthvað skemmtilegt. Við til dæmis fylgdumst með Karnivali hérna í Álaborg, fórum á vorgrill hjá íslendingafélaginu, horfðum á Eurovision, fórum á risastóran útimarkað með fullt af allskonar drasli og svo erum við búin að fara tvisvar á ströndina í æðislegu veðri.
Við höfum verið annsi heppin með veður síðustu helgar. Það er búið að vera sól, hiti (þó mis mikill) og ekkert voðalega mikill vindur. En stundum er samt mjög gott að hafa vindinn því við erum enþá það miklir íslendingar að við þurfum svolítinn tíma til þess að venjast þessum hita. Já ég held ég geti bara ekkert kvartað undan veðrinu, þó svo að það sé ekkert alltaf gott á virkum dögum. En það er nú allt í lagi.....
Raps-akur. Tekið á leið til Blokhus á ströndina
Ég vona að þið séuð að njóta sumarsins heima á Íslandi.
kv. Tinna Rut


Engin ummæli:
Skrifa ummæli