En eftir að hafa eldað mér dýrindis heimatilbúnar fiskibollur í hádegismat neyddist ég til þess að setjast hérna fyrir framan tölvuna og skoða atvinnuauglisýngar og senda allavega tvær af stað (annars fæ ég ekki bæturnar mínar). Og mikið rosalega er það niðurdrepandi! Góða skapið mitt hvarf og ég finn það hvernig ég er að detta aftur í holuna sem ég hoppaði upp úr í morgun. Já það þarf ekki mikið til :o/
En þá er bara að hlaupa frá brúninni aftur, eða ég hugsa að það reynist betur að labba hægt og rólega. Eitt verkefni á dag, ætti að koma manni eitthvað áfram og vonandi í þá rútínu sem mig langar að vera í. Svo gildir það bara að vera jákvæður og halda áfram þó svo að letin geri vart við sig....
Sundlaugin er þarna í stóra gráa húsinu. Myndin er tekin út um eldhúsgluggann, svo það er nú ekki langt að fara :o) Næsta ferð verður á föstudaginn og ég er strax farin að hlakka til ;o)
Tú dú listinn er orðinn ansi langur og fyrsta mál á dagskrá er að sauma gardínukappa sem ég var búin að lofa að gera.
Með bros á vör
kv. Tinna Rut
Engin ummæli:
Skrifa ummæli