Já ég ákvað að gera mér nýja síðu svo ég geti notað myndir í bloggin mín. Það var ekki alveg að virka hjá mér á hinni síðunni. Og svo var mig líka farið að langa að skipta um umhverfi hérna á netheimum.
Ég hef ákveðið, eins og heiti síðunnar gefur til kynna að skrifa um allt og ekki neitt á þessari síðu. Það gerist nefninlega ekkert allt of mikið í mínu daglega líf til þess að skifa um. Svo ég mun bara skrifa um allt sem mér dettur í hug. Og nú tala ég eins og ég ætli mér að vera rosalega dugleg að blogga. Ég skal reyna, en ég ætla samt ekki að lofa neinu. Ég vil nefninlega ekki brjóta loforð, mér finnst það ekkert gaman ;o)
Síðan ég kom út hef ég setið rosalega mikið í sófanum. Ég hef hinns vegar gert ýmislegt. Horft á sjónvarpið, saumað í og lesið bók. En ætli ég hafi samt ekki mest setið fyrir framan þessa blessuðu tölvu. Þar er Facebook mesti tímaþjófurinn og finnst mér það alltaf jafn ótrúlegt hvað maður getur hangið þar inni og gert bara alls ekki neitt. En nýjasta æðið mitt er samt að skoða handavinnublogg og blogg hjá fólki sem finnst gaman að innrétta heimili. Mér finnst það æði og ég er sko búin að sjá fullt af sniðugu! :)
Atvinnuleitin hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Ég hef sótt um á fullt af stöðum en það er fátt um svör. En ef ég fæ svar þá er það um það að einhver annar af þeim 270 manns sem sótti um hafi fengið stöðuna.
Ég fór á miðvikudaginn og skráði mig atvinnulausa (hefði kannski átt að vera búin að því fyr) og sótti um atvinnuleysisbætur. Og þá var ég skráð á viku námskeið, 5 tíma á dag, vegna þess að ég sagðist ekki alveg vita hvað mig langaði að læra. Byrjar á mánudaginn kl 09:00 takk fyrir pent! :o/ Já já þetta verður bara fínt, ég fæ þá hjólatúr á hverjum degi :) Og fæ kannski smá hjálp í þessari atvinnuleyt í leiðinni.
Ég hef sett inn myndir á myndasíðuna mína. En þið finnið tengil á hana hérna til hliðar. Ég hef verið annsi léleg í að taka myndi. Ég er eiginlega pínu fúl við sjálfa mig yfir því hvað ég tók lítið af myndum í sumar :( En ég átti frábært sumar og gerði ýmislegt skemmtilegt heima á Ísalndi. Eins og alltaf leið tíminn allt of fljótt og helmingurinn af því sem maður ætlaði sér að gera verður að bíða betri tíma. En svona er það bara!
Krúsídúllurnar mínar :)
Við pabbi og mamma fórum í smá ferðalag. Hérna erum við í kvöldgöngu á Laugum þar sem að við gistum eina nótt.
Áfram hélt ferðalagið og var næsti áfangastaður Dimmuborgir. Við löbbuðum þar um og skoðuð ýmislegt. Keyrðum svo á Vopnafjörð, yfir Hellisheiði eystri og enduðum á Eskifirði þar sem við vorum yfir helgi.
Ég fór með Söndru og krökkunum í Árneshreppinn. Það er alltaf jafn gaman að koma þangað og endalaust fallegt. Við byrjuðum á því að fara í sund og fórum svo í fjöruna í Norðurfirði. Ísak Logi óð upp að hnjám og við Birgitta lékum við hundinn í Steinstúni. Sandra tók myndir og hló. Það er alltaf svo gaman hjá okkur ;o)
Ég skellti mér svo á ball með fullt af skemmtilegu fólki þar sem Geirmundur lék fyrir dansi. Hitti annað skemmtilegt fólk. Og skemmti mér rosalega vel. Eina myndin sem tekin var þetta kvöld er af foreldrum mínum á dansgólfinu. Þau eru yndi :o)
Læt þetta duga í bili
kv. Tinna Rut