sunnudagur, 26. september 2010

Rólegheit...

Ég finn að haustið er komið. Það er orðið svo kalt úti, samt ekkert svo. Mér finnst eins og haustlitirnir eigi að fara að koma, en laufin eru rétt aðeins farin að gulna. Ég hef það líka á tilfinningunni að það eigi að fara að snjóa fljótlega. En ég efast stórlega um að það fari að gersast hérna í danaveldi þó svo að fjallatopparnir á Íslandi sé farnir að grána.
Í gær var mjög gott veður. Það var sól og hlítt, peysuveður sem var æði. Við Hafdís skelltum okkur í IKEA. Ég kom heim með nokkra hluti, þó ekki eins marga og ég bjóst við. Ég er örugglega sú lélegast í því að standast freistingar, enda sankast að mér allskonar hlutir....

Fann þetta efni í IKEA og gat bara ekki staðist það. Litríkt og flott munstur :o) Keypti mér líka lítið straubretti sem er sett á borð. Svo er krókur á því svo maður getur hengt það inn í skáp. Þeir eru svo sniðugir í IKEA ;o) Nokkur kerti í kertastjakann frá Köllu og muffinsform fengu líka að fljóta með heim. 

Í dag er ég búin að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið og í eldhúsinu. Teiknimynd og kökuskreytingar.


Prófaði að gera sykurmassa úr sykurpúðum í fyrstaskipti. Það gekk ekkert allt of vel. Var ekki eins viðráðanlegur og marsipanið sem ég er mun vanari að vinna með. En ætli þetta komi ekki allt með æfingunni eins og flest annað. Ég á allavega góðan klump af sykurmassa inn í ísskáp sem ég get æft mig með. Ég endaði samt á því að ná í súkkulaðið og sprauta því á. Hugmyndaflugið ákvað hins vegar að vera í fríi í dag svo útkoman varð ekkert voðalega frumleg. En fin nok svona af tilefnislausum ástæðum ;o)

2 ummæli:

Hafdís Ýr sagði...

Vá...mér finnst kakan þín ógeðslega flott :)

Nafnlaus sagði...

Rosa flott kaka... og örugglega góð líka :)
Kv. Sandra