fimmtudagur, 21. október 2010

Kuldi og jólaskap

Það er orðið ótrúlega kalt úti. Samkvæmt veðurstofunni eru 4,4 gráður hérna í Álaborg. Birrrr.... :ol Ég held að það verði ekki langt þangað til að ég taki fram úlpuna mína. Og ég verð eiginlega að viðurkenna að mig hlakkar barasta pínulítið til að fara að nota hana aftur :o) Ég er líka farin að fá það á tilfinninguna að það eigi að vera snjór úti. Og stundum verð ég frekar svekt þegar ég kíki út og sé rigningu í staðin fyrir snjó. Mér finnst ekkert gaman af rigningu...

Ég er komin í svolítið jólaskap. Er aðeins farin að huga að jólagjöfum og jólunum sjálfum. Búðirnar eru líka að byrja að setja upp jólaskraut í hillurnar og ég má hafa mig alla við að freistast ekki til þess að kaupa það. Ég er svolítið veik fyrir jólaskrauti og langar i svo margt. Ég er búin að kaupa tvö jólaskraut í þessum mánuði, en ætli fleira bætist ekki við þegar nær dregur jólum og jólaskapið hellist algjörlega yfir mann. Hlakka til :o)

Í vikunni fékk ég bréf með póstinum. Á mánudaginn á ég að byrja á fimm vikna námskeiði. Það á eitthvað að hjálpa mér við að finna út hvað mig langar að læra og hjálpa mér af stað í atvinnuleit og eitthvað þvítengt, ef ég skilti þetta rétt. Ég er samt eiginlega búin að ákveða að sækja um í einum skóla hérna næsta haust. Á bara eftir að útvega mér umsóknarblaðið og rippa þessu af. Það einhvernvegin gerist stundum ótrúlega lítið þó svo að ég ætli mér margt.
En það verður fínt að fá smá rútinu og hafa eitthvað sem kemur manni upp úr rúminu á morgnanna. Það getur stundum verið erfitt.... Ég held að þetta verði bara fínt, ég reyni allavega að vera ekki of svartsýn á þetta.

Smá haust skreytingu í kertastjakann  

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ!
Býrðu í Álaborg? Þetta er svona eiginlega komment við færslunni fyrir neðan. Hvar fórstu í sund? var hægt að synda þar? Ég var soldið búin að pæla í að fara á velkomstballið, en gerði það ekki...
-Nanna

Tinna Rut sagði...

Já ég bý í Álaborg :)
Ég fór í sund í Nørresundby. það heitir svømmeland Nørresundby og það er hægt að synda þar.
http://www.nsbic.dk/svoemmeland.htm
Það er líka sundlaug í Aalborg Vest, en ég hef ekki farið í hana. Veit ekki hvort það eru fleiri.

Nafnlaus sagði...

Já ég er einmitt búin að komast að því að það er sundlaug þar líka