fimmtudagur, 14. október 2010

Undanfarnir dagar...

Svona héldum við upp á 10.10.10 :)

Á laugardaginn fórum við á Velkomstball hjá íslendingafélaginu. Það var fullt af fólki, en fáir sem við þekkjum. Enda þekkjum við ekki svo marga íslendinga hérna. Þetta var samt fínasta skemmtun :o)

Ég fór í vikunni í frysta skipti í sund hérna í Álaborg. Ég fór með Ninu og Bylgju. Það var ótrúlega gaman og ég er alveg viss um að ég eigi eftir að fara aftur fljótlega þó svo að það vanti alveg Heitan pott. Það er samt heitur pottur þarna inn í svona afslöppunarsvæði sem er bannað innan 18 ára aldurs. Hann er samt ekkert allt of heitur, en það gerir ekkert til. Það voru líka fjórar mismunandi sánur og heitur pottur úti. En hann var nú samt bara 28 gráður þegar við vorum þarna. Það var samt notalegt að komast í sund :)

Í gær fórum við Ernir og Hafdís í seinnipartsferð í Ikea. Það var æði hvað það var lítið af fólki þarna. Við vorum að koma þangað svona um kl 18, löbbuðum efrihæðina og fengum okkur svo kvöldmat á veitingastaðnum. Ég fékk mér kjötbollur sem voru ótrúlega góðar. Ég var/er alvarlega að hugsa um að mæta næst með dollu af rabbarbarasultu, svona til þessa að fullkomna máltíðina ;o) hihi. Haldið þið ekki að ég tæki mig vel út með dolluna? Ég fékk smat að vita að ég fengi að sitja ein ef ég léti verða af þessu. hihi :) Ég sakna svona heimilismats....islenskan mats mmmmm bjúgu, slátur, kjötfarsbollur. Ég fæ bara vatn í munninn....

Þetta er eitt af því sem kom með heim frá Ikea :)



Vona að þið hafið það gott :o)


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ummm mig langar nú bara í pönnsur þegar ég sé myndina af pönnukökustaflanum, líta svona líka vel út :)
kv. Sandra

Nafnlaus sagði...

Það væri alveg hægt að senda bjúgu og kjötfars til þín Tinna mín,en slátur geri ég ekki nema í Bónus. haha Kveðja til ykkar allra Kalla