Það verður svo gott að komast í rútínu aftur ;o)
Við Hafdís fórum á sýningu hjá skólanum á miðvikudaginn. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað þær eru búnar að vera að gera í skólanum. Margt mjög flott. Það er svo gaman líka að sjá hvað það er mismunandi smekkur hjá fólki og að sjá allar hugmyndirnar sem þær hafa fengið. Vona bara að ég verði ekki hugmyndasnauð, það er það sem ég óttast mest. En ég trúi því að það koma með timanum ;o)
Þetta er Katrine vinkona mín úr lýðháskólanum. Hún er að fara á þriðju önn í skólanum. Verkefnið var að gera "skemmtilegan" kjól :o) Það verður gott að hafa einhvern sem ég þekki í skólanum og hefur gert það sem ég er að fara að gera. Það eru reyndar líka tvær íslenskar stelpur í skólanum, ein sem er að fara á aðra önn og önnur sem er að fara á fjórðu og síðustu önnina.
Myndinni stal ég af Facebook, en mér finnst þetta bara svo flottur kjóll að ég ákvað að leyfa ykkur að sjá hann :o)
Ernir er búinn í prófum og er í vetrarfríi fram á þriðjudag. Svo á morgun vakna ég í skóla en hann fær að sofa út. Það hefur ekki gerst mjöööög lengi, yfirleitt er það öfugt og ég sef út. Enda kvíður mig pínu fyrir því að þurfa að vakna svona snemma á morgun, því ég er jú vön að fá að sofa alltaf út....
En hann stóð sig vel í prófunum. Hann á reyndar eftir að fá út úr einu prófi, en það hlítur að koma fljótlega.
Knús og kram
Tinna Rut

1 ummæli:
þetta er spennandi nám og ég held þú eigir eftir að fíla það í tætlur. svo færðu að klæðskera á mig kjól einn góðan veðurdag ;)
kv. Karen
Skrifa ummæli