Ný önn, ný fæða, nýr hugsunarháttur og ég árinu eldri (og vonandi þroskaðari og allt það...). Já batnandi mönnum er best að lifa, eða svo er sagt! ;o) Við Ernir höfum ákveðið að breyta aðeins um lífsstíl, sem felst í því að bæta mataræðið og hreyfa okkur meira. En ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki í megrun, það er bara plús ef nokkur kíló fjúka af ;o) Ég hef líka ákveðið að hætta að vera svona löt og fara að gera hlutina í staðin fyrir að hugsa bara um þá og mikla þá fyrir mér. Þetta gengur ekki lengur, allt of mikið sem mig langar að gera en ekkert gerist. Og núna VERÐ ég að gera þetta allt saman fyrst ég er búin að segja þetta hér (vona bara að ég falli ekki í fyrstu tilraun :o/ ).
Eitt af því sem mig langar líka að bæta mig í, er að skrifa hérna inn á þessa síðu. Þó það væri ekki nema smá í hvert skipti. Jafnvel bara mynd og nokkur orð. Það væri gaman!
Og enþá skemmtilegta ef ég fengi fasta lesendur og komment inn á milli. Það er svo hvetjandi! :o)
Þennan kjól saumaði ég á síðustu önn (það byrjaði ný önn á mánudaginn). Ég er rosalega ánægð með hann og verð að viðurkenna að mér finnst það pínu leiðinlegt að hafa ekkert tækifæri til þess að nota hann. En það kemur kannski seinna.
Á þessari önn mun ég meðal annars læra að sauma korselett og korselett með innbygðum brjóstahaldara. Mun lika fá smá kennslu í undirfötum en við byrjum samt önnina á að læra um "óhefbundnar" ermar. Þetta legst bara vel í mig og það er sko alveg nóg að gera hjá okkur! :o)
Ég vona að þið munið vilja fylgjast með mér hérna á síðunni. En ég ætla að gera mitt besta í að skrifa hérna inn. Kannski ég setji mér bara fastann dag í það, en vonandi þarf þess ekkert ;o)
Þangað til næst :o)