mánudagur, 27. febrúar 2012

Lægð

Ég á mjög erfitt með að standast freistingar! Og þess vegna ákvað ég eftir að hafa farið þrjá daga í skólann í fríinu og gert sam' og sem ekkert að nú skyldi ég bara vera heima. Ég tók mér því langa helgi í frí, ætlaði að læra smá en það varð auðvitað ekki úr neinu. Ég veit ekki alveg hvað er að mér. Einhverstaðar týndi ég nennunni og metnaðinum. Ég þarf svo að taka mig saman og gefa sjálfri mér STÓRT spark í rassgatið!!! :o/
En ég mætti samt í skólann í dag með þá huggsun að nú skyldi þetta gerast. Ég vonast til þess að ég nái að klára munstrið mitt á morgun. Og þá get ég farið að gera allt hitt sem ég þarf að gera fyrir þetta verkefni. Smá spark, sem verður fastara með tímanum ;o)


Í gær kom ég mér vel fyrir í sófanum með þessar bækur og blað. VÁ hvað það var notarlegt að slappa af og njóta þess að skoða nýjar og nýlegar bækur. Ótrúlega langt síðan að ég hef notið þess svona að skoða bækur og hafa það kósý....meira af því takk fyrir ;o)


Og auðvitað gat ég ekki hamið mig og bakaði tvær gerðir af muffins á laugardaginn :o) Það er svo ótrúlega mikill munur að hafa hrærivel! Deigið verður svo mikið betra....algjör draumur ;o) elska það. Það er svo mikið skemmtilegra að baka núna :o) Sem er bæði gott og slæmt því við ætluðum jú að minka sætindin... 


Þangað til næst
Tinna

sunnudagur, 19. febrúar 2012

Konudagur


Fékk þessa KitchenAid í gjöf frá Erni. Ég er í skýjunum og brosið er mjög breitt...alveg út að eyrum! :o)


Græjan var prófuð í dag. Og auðvitað voru bakaðar bollur í tilefni af bolludeginum á morgun. En það var auðvitað ekki nóg að gera eina sort, svo ég bakaði líka sítrónuköku með bláberjum. Ný uppskrift sem ég varð að prófa. Og hún bragðast bara nokkuð vel. 

Ég er komin í vikufrí í skólanum (vetrarfrí). En ég ætla mér nú samt að mæta í skólann og læra því það er nóg að gera. Vona bara að kvefið sem ég er komin með stoppi stutt. Annars er það mjög freistandi að vera bara heima og hafa það kósý! :o)

Vona að bolludagurinn verði ykkur góður

miðvikudagur, 15. febrúar 2012

Skemmtun og kvartmál


Við skelltum okkur á þorrablót hjá íslendingafélaginu hérna í Álaborg á laugardaginn síðasta. Við borðuðum á okkur gat, sungum úr okkur röddina, dönsuðum af okkur skóna og skemmtum okkur frábærlega vel! ;o)


Síðustu dagar hafa svo farið í að teikna kvartmál. Fínnt að dunda sér við þetta, en leiðinlegt til lengdar! Og núna er ég allveg að vera búin að fá nóg ennnn það er fullt eftir :o/ 
Við fengum verkefni á mánudaginn í skólanum sem hljóðar upp á að hanna 15 flíkur, sauma eina af þeim (verður af vera með "öðruvísi" ermum) og gera allt sem því fylgir. Sem sagt stórt verkefni, stór mappa sem á að innihalda allt sem prófmappan á að innihalda. Það er verið að undirbúa okkur fyrir próf eftir tæpt ár. Innblásturinn á að vera frá áratugunum 1940 eða 1950. Spennandi verkefni  og nóg að gera! :o) 



miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Nýtt upphaf

Ný önn, ný fæða, nýr hugsunarháttur og ég árinu eldri (og vonandi þroskaðari og allt það...). Já batnandi mönnum er best að lifa, eða svo er sagt! ;o) Við Ernir höfum ákveðið að breyta aðeins um lífsstíl, sem felst í því að bæta mataræðið og hreyfa okkur meira. En ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki í megrun, það er bara plús ef nokkur kíló fjúka af ;o) Ég hef líka ákveðið að hætta að vera svona löt og fara að gera hlutina í staðin fyrir að hugsa bara um þá og mikla þá fyrir mér. Þetta gengur ekki lengur, allt of mikið sem mig langar að gera en ekkert gerist. Og núna VERÐ ég að gera þetta allt saman fyrst ég er búin að segja þetta hér (vona bara að ég falli ekki í fyrstu tilraun :o/ ).

Eitt af því sem mig langar líka að bæta mig í, er að skrifa hérna inn á þessa síðu. Þó það væri ekki nema smá í hvert skipti. Jafnvel bara mynd og nokkur orð. Það væri gaman!
Og enþá skemmtilegta ef ég fengi fasta lesendur og komment inn á milli. Það er svo hvetjandi! :o)



Þennan kjól saumaði ég á síðustu önn (það byrjaði ný önn á mánudaginn). Ég er rosalega ánægð með hann og verð að viðurkenna að mér finnst það pínu leiðinlegt að hafa ekkert tækifæri til þess að nota hann. En það kemur kannski seinna. 
Á þessari önn mun ég meðal annars læra að sauma korselett og korselett með innbygðum brjóstahaldara. Mun lika fá smá kennslu í undirfötum en við byrjum samt önnina á að læra um "óhefbundnar" ermar. Þetta legst bara vel í mig og það er sko alveg nóg að gera hjá okkur! :o)

Ég vona að þið munið vilja fylgjast með mér hérna á síðunni. En ég ætla að gera mitt besta í að skrifa hérna inn. Kannski ég setji mér bara fastann dag í það, en vonandi þarf þess ekkert ;o)

Þangað til næst :o)