Fékk þessa KitchenAid í gjöf frá Erni. Ég er í skýjunum og brosið er mjög breitt...alveg út að eyrum! :o)
Græjan var prófuð í dag. Og auðvitað voru bakaðar bollur í tilefni af bolludeginum á morgun. En það var auðvitað ekki nóg að gera eina sort, svo ég bakaði líka sítrónuköku með bláberjum. Ný uppskrift sem ég varð að prófa. Og hún bragðast bara nokkuð vel.
Ég er komin í vikufrí í skólanum (vetrarfrí). En ég ætla mér nú samt að mæta í skólann og læra því það er nóg að gera. Vona bara að kvefið sem ég er komin með stoppi stutt. Annars er það mjög freistandi að vera bara heima og hafa það kósý! :o)
Vona að bolludagurinn verði ykkur góður
2 ummæli:
Til hamingju með nýju hrærivélina, þetta eru líka flottar bollur hjá þér. Það verður kanski eitthvað til með kaffinu þegar maður kemur til Danmörku.
Kveðja Kalla
Takk fyrir :) Það verður alveg pott þétt eitthvað til með kaffinu þegar þið komið ;) Nú langar mig bara helst að baka á hverjum degi...
Skrifa ummæli