Nú er alveg að koma að þessu. Á miðvikudaginn eigum við að skila kápunum og á fimmtudaginn fáum við prófverkefnið. Ég er bæði stressuð og spennt. Spennt að fá að vita hvaða innblástur við eigum að vinna út frá og fá að vita hvað það er nákvæmlega sem við eigum að gera. Ég veit að við eigum að gera teikningar af ca 15 flíkum og sauma þrjár. Einn jakka í líkingu við þann sem ég gerði um daginn, samkvæmiskjól og pils eða buxur. Og svo eru ýmsar kröfur um að hitt og þetta eigi að vera á þessum flíkum.
Stressið er aðalega yfir því að ná að gera allt á þeim tíma sem við höfum og að muna eftir öllum smáatriðunum sem skipta svo miklu máli. En ég er sanfærð um að ef ég næ að halda mér við efnið og einbeitingin verði í lagi, þá bjargast þetta allt með hjálp minnispunktanna minna :o) Svo gildir bara að vera pínu ströng við sjálfa mig.....
Ég er farin að hugsa mikið um jólin. Og hlakka ótrúlega til að geta farið að skreyta hérna heima og baka smákökur. Ég er búin að ákveða að þó svo að ég verði á fullu í að gera prófverkefnið mitt í jólatíðinni ætla ég samt að reyna að njóta jólanna og leyfa mér að taka smá tíma í að skreyta og baka. Það verðu bara ekki í eins miklu magni og hefur verið. Þetta verða nú samt pínu skrítin jól þar sem að ég verð ekki heima á Íslandi. En ég hef prófað það áður, svo núna veit ég nokkurvegin hvernig það er að vera að heiman yfir jólin.
Ég keypti mér þessar jólakúlur um daginn í "genbrug". Það er svona búð eins og góði hirðirinn sem selur notað dót og föt. Það eru ótrúlega margar svoleiðis búðir hérna og hægt að finna margt sniðugt í þeim mörgum hverjum.
Í gær fórum við í langan verslunarleiðangur og keyptum eiginlega allar jólagjafirnar :o) Núna eigum við bara smátterí eftir og það er alveg ótrúlega góð tilfinning að það sé búið, þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að fara og versla rétt fyrir jól í mestu jólastemningunni. Og bara við það að skirfa það kemmst ég í ótrúlega mikið jólaskap og hlakka mikið til þegar jólahúsin verða komin í miðbæinn, jólaljós og vonandi svolítill snjór. Jiii það líður örugglega ekki á löngu þangað til að ég verð farin að hlusta á jólalögin og skreyta. Enda flýgur tíminn áfram. Stundum skil ég bara ekkert hvert tíminn fer....
En ætli þetta sé ekki komið gott af jólatali núna. Held ég verði að fara og undirbúa morgundaginn. Það verður langur dagur í skólanum, alveg frá morgni til kvölds. Það gengur samt mjög vel með kápuna. Ég á "bara" eftir að sauma vasana, gera falin hnappagöt og sauma fóðrið við. Allt tekur þetta samt sinn tíma, þannig að það er best að hafa einbeitinguna í lagi ;o)
Þetta er hluti af bakstykkinu á kápunni minni. Kemur ótúlega vel út þó ég segi sjálf frá :o)
Hlakka til að sýna ykkur tilbúna kápu
Kv. Tinna Rut